Elísabet Guðnadóttir tók þátt í úrslitum músíktilrauna um helgina og landaði þar öðru sætinu ásamt því að hljóta höfundaverðlaun FIT sem er félag tónskálda og textahöfunda. Er þetta í fyrsta sinn sem hún tekur þátt í músíktilraunum, en músíktilraunir eru ætlaðar fólki á aldrinum 13-25 ára þar sem flutt eru frumsamin lög.

Af hverju ELÓ
Elísabet er fædd árið 1999. Faðir hennar er Guðni Hjálmarsson og móðir hennar er Guðbjörg Guðjónsdóttir. Systkini hennar eru þau Jenný Guðnadóttir og Hjálmar Carl Guðnasson.

Elísabet hefur lengi verið í tónlist. Hún byrjaði í tónslistarskóla Vestmannaeyja á ungaárum, frá fyrsta bekk þar til hún útskrifaðist úr grunnskóla. “Svo var mikið á heimilinu mínu og fékk ég oft tækifæri til að koma fram í kirkjunni. Núna snýst lífið aðalega um tónlist”. Í dag er hún í tónlistarskóla FÍH og er að sækja sér menntun í söng, ásamt því að semja til hliðar við það. 

Listamannanafn Elísabetar er ELÓ. Aðspurð hvað standi á bakvið nafnið sagði hún, “Elísabet er svo algengt nafn og margar flottar konur, listakonur líka, bera þetta nafn, þannig ég vildi gera eitthvað smá öðruvísi. Ég er líka svona manneskja sem bætir ‘ó’ fyrir aftan nánast öll orð…huggó, jóló, tónó, rómó. 

 Stefnir á að gefa lögin út
ELÓ flutti þrjú frumsamin lög í keppninni. “This time fjallar um það þegar maður er á þeim tímapunkti í lífinu að allt er að breytast, vinir koma og fara, og það getur oft verið sárt. Ég held að öll ungfullorðin gangi einhverntíman í gegnum svona. Upp til skýja er bara svona dagdraumalag; að vilja aðeins komast út úr harða raunveruleikanum og stíga inn í draumaheim. Summer/Wait for you er örvæntingarfullt ákall á sumarið í miðjum vetri” en það lag samdi hún með Albin vini sínum.
Í framhaldinu stefnir hún á að gefa lögin út, halda áfram að semja og nýta öll tækifæri eins og hún getur og vonandi koma Meira fram. 

Við óskum ElÓ innilega til hamingju með árangurinn og óskum henni bjartrar framtíðar.