Útgerðarfyr­ir­tæk­in sem hafa lagt áherslu á upp­sjáv­ar­veiði hafa átt sögu­legt fisk­veiðiár að baki, en eins og þekkt er varð loðnu­brest­ur annað árið í röð sem er í fyrsta skipti sem slíkt ger­ist frá því að loðnu­veiðar hóf­ust við Íslands­strend­ur árið 1963.

Þetta hef­ur ekki ein­ung­is haft áhrif á fyr­ir­tæk­in og sagði fjár­mála- og efna­hags­ráðuneytið að hag­vöxt­ur gæti hækkað um 0,5 pró­sent ef loðnu­vertíð yrði á ár­inu, en þá var ekki vitað hversu um­fangs­mik­il áhrif kór­ónu­veirufar­ald­ur­inn myndi hafa á hag­kerfið.

Sig­ur­geir Brynj­ar Krist­geirs­son (Binni), fram­kvæmda­stjóri Vinnslu­stöðvar­inn­ar, seg­ir í samtali við mbl.is, það hafa verið veru­legt áhyggju­efni í vet­ur að ekki var gef­inn út loðnu­kvóti. Helsta áhyggju­efnið tengd­ist því að loðna og loðnu­hrogn myndu hverfa af mörkuðum í Asíu sem myndi knýja natvæla­fram­leiðend­ur til þess að leita ann­ars hrá­efn­is og að erfitt yrði að halda markaðshlut­deild teg­und­ar­inn­ar. Auk þess gæti reynst erfitt að kom­ast aft­ur inn á markað með vör­una á ný þar sem það kall­ar á end­ur­tekið vott­un­ar­ferli op­in­berra aðila og smá­söluaðila þar ytra sem get­ur tekið veru­leg­an tíma.

170 þúsund tonn
Fram­kvæmda­stjór­inn bend­ir þó á að vegna far­ald­urs­ins hef­ur tek­ist á kom­ast hjá al­var­leg­ustu af­leiðing­um loðnu­brests­ins. „Veit­inga­hús­un­um var lokað og það hjálpaði til,“ seg­ir hann og vís­ar til orða Yohei Kitayama, sölu­stjóra Vinnslu­stöðvar­inn­ar í Jap­an, í Morg­un­blaðinu á dög­un­um þar sem því er lýst hvernig lok­un veit­ingastaða hafi dregið veru­lega úr eft­ir­spurn eft­ir loðnu­af­urðum sem kom í veg fyr­ir skort. Eins bend­ir Binni á að verð hafi hækkað nokkuð í Jap­an sem dreg­ur úr eft­ir­spurn.

Hjálp­ar að geta flutt veiðiheim­ild­ir milli ára
„Það sem er í fersk­fiski hjá okk­ur hef­ur verið karfi ann­ars veg­ar og þorsk­ur hins veg­ar. Við höf­um ekki verið að flytja eins mikið út til þess­ara Evr­ópu­landa eins og verið hef­ur. Hvorki bit­um né heil­um fiski,“ svar­ar hann spurður hvaða áhrif kór­ónu­veirufar­ald­ur­inn hef­ur á aðrar teg­und­ir. Hann út­skýr­ir að Vinnslu­stöðin hafi mark­visst dregið úr veiðum og meðal ann­ars nýtt tæki­færið til þess að taka Breka VE í slipp.

Og stóru frétt­irn­ar, þær lang­stærstu í þessu öllu sam­an og hafa áhrif á þetta allt, eru þær að heims­hag­kerfið er að drag­ast sam­an. Kaup­mátt­ur­inn er að minnka sem þýðir það að ef við horf­um fram í tím­ann, þá mun fisk­verð að öllu óbreyttu lækka í er­lendri mynt þó það lækki kannski ekki í ís­lensk­um krón­um þar sem krón­an kann að veikj­ast.“

Um 6.000 tonn af makríl hefur ratað í fiskvinnslu Vinnslustöðvarinnar …

Farið lengra í leit að mak­ríl
Staða stofn­anna í haf­inu um­hverf­is Ísland breyt­ist stöðugt og er það ekki bara loðnan sem hef­ur verið að stríða upp­sjáv­ar­skip­un­um, en sí­fellt hef­ur þurft að sækja lengra til að ná í mak­ríl­inn. Í fyrra veidd­ist aðeins 51% af mak­rílafl­an­um í ís­lenskri lög­sögu og í júlí­lok gat Haf­rann­sókna­stofn­un sagt frá því að bráðabirgðaniður­stöður rann­sókn­ar­leiðang­urs stofn­un­ar­inn­ar, sem fór fram í sum­ar á Árna Friðriks­syni, sýni mun minna magn af mak­ríl í land­helg­inni en und­an­far­in ár.

Binni seg­ir þessa þróun áhyggju­efni. „Mak­ríll­inn er ekki jafn mikið við landið eins og var og við erum að veiða við norsku land­helg­ina aust­ur í hafi sem ger­ir þetta allt flókn­ara og erfiðara. Þetta hef­ur mikið að segja fyr­ir okk­ur upp­sjáv­ar­fyr­ir­tæk­in.“

Við nátt­úr­lega stóðum í humri svo það skipt­ir máli og það lag­ast ekk­ert á næsta ári eða þarnæsta. En við ætl­um að láta reyna á gildruveiðar og sjá hvað það hef­ur upp úr sér til þess að vita hvort það geti skilað þess­um ár­angri sem við erum að leita að,“ út­skýr­ir Binni.

grein af mbl.is