Haustralli Hafrannsóknastofnunar er lokið, en tvö skip Vinnslustöðvarinnar rölluðu í kringum landið ásamt rannsóknarskipinu Árna Friðrikssyni. Breki VE var á djúpslóð, en Þórunn Sveinsdóttir á grunnslóð. Valur Bogason, sjávarvistfræðingur var leiðangursstjóri á Þórunni Sveinsdóttur.
„Leiðangurinn á Þórunni gekk mjög vel og voru veðurguðirnir okkur mjög hliðhollir og vorum við á mettíma í haustrallinu á grunnslóð, eða í 21 dag. Besti tími til þessa eru 23 dagar. Landaður afli á Þórunni var tæp 112 tonn sem er næstbesti afli síðustu ára á grunnslóð, það var bara í fyrra sem fékkst betri afli,” segir Valur í samtali við Vinnslustöðvar-vefinn.
Klara Björg Jakobsdóttir, fiskifræðingur hjá Hafró segir að sá hluti rallsins sem sneri að Breka og Þórunni hafi gengið afar vel.
„Hins vegar lentum við í smá brasi með Árna Friðriksson vegna bilunar. Hann er þó kominn í lag og því verður farið aftur af stað í næstu viku og þær stöðvar kláraðar sem eftir eru á djúpslóð vestur af landinu. Rallinu lýkur því ekki formlega fyrr en þær stöðvar eru einnig komnar í höfn.
Allt samstarf við Breka og Þórunni gengur mjög vel og erum við mjög sátt við hvernig öll vinna og samskipti ganga snurðulaust fyrir sig um borð. Nú hefst úrvinnsla gagna Því miður lítið sem ég get sagt þér um það í bili.”
Fleiri myndir úr rallinu má sjá hér.
Togararnir Páll Pálsson ÍS og Breki VE, sem smíðaðir voru í Kína og var siglt var heim í apríl 2018 voru saman í höfn í fyrsta sinn síðan þá er Breki kom til hafnar á Ísafirði í rall-hringnum. Ágúst Atlason, ljósmyndari náði skemmtilegum myndum af systurskipunum í Ísafjarðarhöfn. Eina af þeim má sjá hér að neðan. Fleiri myndir má sjá hér.





















Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst
Ekki liggja fyrir nýjar mælingar
Hvað er sjóveiki?
Sjóveiki er misræmi milli skynfæra líkamans sem senda boð til heilans um hreyfingu – kyrrstöðu.
Þegar einstaklingur er úti á sjó þá nema skynjarar í vökvafylltum gangi í innra eyra hreyfingu og senda boð til heilans að einstaklingur sé á hreyfingu. Augun senda hins vegar boð til heilans um að viðkomandi sé kyrr. Heilinn á erfitt með að vinna úr þessum misvísandi og ósamræmdu upplýsingum og sendir skilaboð til magans um að tæma sig – þ.e. veldur uppköstum.
Einkenni sjóveiki eru þreyta, ógleði, svimi, svitakóf og uppköst.
Góð ráð til að hindra sjóveiki:
Lyf við sjóveiki þ.e. lyf sem slá á einkennin og fást án lyfseðils í apóteki.
Önnur ráð:
Hvar í skipinu er best að vera o.fl.
Þungun:
Þungaðar konur sem þjást af sjóveiki mega nota koffinátín í litlum skömmtum en best er að ráðfæra sig við lækni eða lyfjafræðing.
Þunguðum konum er ekki ráðlagt að nota engifer þar sem það er ekki staðfest hvort það geti haft skaðleg áhrif á fóstur.