Á snurvoð, færum og síld
Óli rekur endurminningar sínar í bókinni Óli Gränz sem Guðni Einarsson skráði. Þeir félagar kynna bókina í Eldheimum í kvöld
7. nóvember, 2025
Óli Gränz kynnir bók sína í Eldheimum í kvöld.

Óli Gränz er heiti endurminninga Carls Ólafs Gränz, iðnmeistara og gleðigjafa, frá Vestmannaeyjum. Hann fæddist í Eyjum 16. janúar 1941 og var áberandi í bæjarlífinu. Óli segir frá æsku sinni og uppvexti, þátttöku í atvinnulífi og pólitík, einkamálum, prakkarastrikum og því þegar hann og Hjálmar Guðnason sáu upphaf Heimaeyjargossins. Bókin er 315 bls. og prýdd fjölda mynda. Guðni Einarsson skráði. Útgefandi er Bókaútgáfan Hólar. Lesa má kafla úr bókinni hér að neðan en Óli og Guðni kynna bókina í Eldheimum kl. 20.00 í kvöld.  

 

„Maður fór flesta daga niður á bryggju og stundum oft á dag. Ég var á vappi niðri á Bæjarbryggju í lok maí 1956. Þar var verið að undirbúa Heimi VE 38 á snurvoð. Hann var gamall 18 brúttórúmlesta trébátur. Skipstjóri var gamall kappi, Guðmundur Tómasson, er bjó á Bergsstöðum sem voru Urðavegur 24. Sonur hans, Ólafur Guðmundsson á Sveinsstöðum, átti bátinn og gerði hann út. Aðrir í áhöfn voru mágur eigandans, kallaður Tóti í Bjarma, Þórarinn Ágúst Jónsson, en þar bjó hann lengi. Einnig var þar karl sem var kallaður Bjössi, hann var einhleypur og sjómaður í Eyjum í mörg ár, þar á meðal á Höfrungi VE með áðurnefndum Guðmundi Tómassyni skipstjóra. Ég kann ekki nánari deili á þessum mönnum.

Ég fór um borð í Heimi VE 38 til að rabba við karlana. Ég spurði hvort þá vantaði ekki mann á bátinn? Ólafur útgerðarmaður svaraði að bragði: „Okkur vantar kokk. Ef þú ert til í að skvera lúkarinn getur þú fengið pláss sem kokkur.“ Ég sagðist vera til í það og spurði fullur áhuga hvenær ég gæti byrjað? „Í fyrramálið,“ svaraði Ólafur.

Ég mætti eldsnemma morguninn eftir í vinnugalla og með sköfur, skrúbba, sápulög og stóran klórbrúsa. Lúkarinn var mjög skítugur og illa lyktandi, enda hafði hann ekki verið þrifinn í mörg ár. Ég tók allar dýnur og rúmbotna úr kojunum og bar upp á dekk, svo fjarlægði ég gömul stígvél, sjóstakka og alls konar drasl. Síðan þvoði ég allt hátt og lágt og sótthreinsaði kojur, veggi, loft og gólf með klórblöndu. Að lokum málaði ég allan lúkarinn, skveraði eldavélina (kabyssuna), skipti um ljós í loftinu og lagaði ljósin í kojunum. Ég vann við þetta langa vinnudaga í um tvær vikur.

Standsetning mín á lúkarnum í Heimi VE 38 vakti mikla athygli og skipverjar voru mjög viljugir að sýna öðrum dýrðina. Margir komu að skoða lúkarinn og heyrði ég oft að þetta væri orðinn flottasti lúkarinn i Eyjaflotanum! Ég var sammála því, þótt ég hefði ekki skoðað alla hina lúkarana. Aldrei var minnst á að ég fengi eitthvað greitt fyrir þetta en ég fékk kokkspláss upp á hásetahlut.

Sumarið var skemmtilegt og oftast var gott sjóveður. Ég fékk ekki sérstakt hrós fyrir matseldina í fyrstu en eftir að mamma gaf mér uppskriftir og góð ráð fór það að lagast. Skipverjar voru orðnir mjög sáttir við það sem ég eldaði og bakaði þegar leið á sumarið.

Við veiddum mest af kola og þurftum að gera að hverjum einasta fiski. Menn bogruðu við þessa vinnu, tóku fiskinn upp af dekkinu, gerðu að og hentu honum niður í lest. Þetta var ótrúlega léleg vinnuaðstaða og ég vildi bæta úr henni. Ég smíðaði aðgerðarborð í réttri vinnuhæð og festi það við lunninguna. Borðið var líkt og stór skúffa og rúmaði því talsvert af kola. Fiskinum var mokað upp á borðið og svo stóð maður og gerði að og gat hent slóginu beint í sjóinn. Þessi nýja aðstaða gjörbreytti öllu vinnulagi og gerði aðgerðina mun léttari en áður.

Sjómenn á öðrum snurvoðarbátum gerðu grín að aðgerðarborðinu og spurðu hvort Óli Gränz væri að innleiða skrifstofusjómennsku í flotann? En það leið ekki á löngu þar til svipuð borð voru komin í hina snurvoðarbátana. Afköstin við aðgerðina jukust mikið og vinnan varð miklu léttari. Ég hugsaði þá að sá hlær best sem síðast hlær!

Mér féll afar vel að vera á sjó þrátt fyrir að vinnudagarnir væru stundum langir. Ég reyndi að hafa lúkarinn hreinan og fínan allt sumarið. Ég fór heim með óhrein viskastykki og tuskur í þvott og kom svo með þau aftur hrein um borð. Sumarhýran varð frekar lítil en reynslan var mjög skemmtileg.

 

Mokafli á handfæri á Freyjunni VE

Eftir úthaldið á Heimi VE 38 sem sjókokkur fannst mér ég vera fær í flestan sjó. Sumarið eftir réði ég mig á handfæraveiðar með Sigga á Freyjunni VE 260, Sigurði Ó. Sigurjónssyni frá Brekkuhúsi. Ágúst Matthíasson frá Litlu-Hólum átti helminginn i bátnum á móti Sigga. Freyja VE var 51 brúttólest eða nærri því þrefalt stærri en Heimir VE, byggð í Danmörku 1954 fyrir þá félaga Ágúst og Sigga. Siggi var kvæntur Jóhönnu Helgadóttur, hálfsystur pabba.

Það voru skemmtilegir karlar í áhöfninni. Dolli í Sjónarhóli, Adólf Magnússon, var vélstjóri. Einnig voru um borð þeir Trausti Sigurðsson á Hæli, Brekastíg 10, Bjössi Snæ, Sveinbjörn Snæbjörnsson frá Reynivöllum, Kirkjuvegi 66, og Gústi slettó, Ágúst Guðjónsson, kokkur. Viðurnefnið fékk hann vegna sérkennilegs göngulags.

Við vorum á handfærum allt sumarið. Stærsta róðurinn fengum við út af Dyrhólaey þegar við drógum 27 tonn af ufsa á handfæri á tæpum sólarhring. Það var með ólíkindum mikil veiði. Við komum varla slóðunum út fyrr en það var fiskur á öllum járnum. Við enduðum með að fylla lestina. Ég hafði skínandi góðar tekjur þetta sumar sem kom sér vel fyrir fjölskylduna enda var pabbi þá orðinn óvinnufær að miklu leyti.

Það vakti athygli mína að allir um borð höfðu ákveðnar skoðanir á litunum á gúmmíbeitunni á önglunum og því hver röð þeirra ætti að vera á slóðunum, nema Siggi. Ég hnýtti alla slóðana fyrir hann og honum var alveg sama hvernig litirnir röðuðust. Samt fiskaði hann alltaf manna mest.

Karlarnir höfðu gaman af að spila með mig og senda mig í ýmsar fýluferðir um borð. Siggi skipstjóri tók þátt í þessu sprelli og hugsaði ég honum þegjandi þörfina. Einu sinni vorum við á leið í land og kapteininn lagði sig frammi í lúkar því að þar var hlýrra og notalegra en í skipstjóraklefanum í stýrishúsinu. Við Dolli áttum landstímið. Við Bjarnareyjarhornið sagði Dolli mér að fara fram í og ræsa karlinn. Ég stakk mér hálfum inn í kojuna og öskraði: Siggi, Siggi, þú verður að koma strax upp! Við erum að sigla á milli hafnargarðanna og ég bara batt stýrið!

Siggi vaknaði við vondan draum og í hönd fór ótrúleg atburðarás. Hann byrjaði á að stanga efri kojuna, enda engin slík í skipstjóraklefanum. Svo stökk hann fram úr en hitti ekki á bekkinn og datt á rassinn á lúkarsgólfinu. Þar spólaði hann í hrúgu af stígvélum undir borðinu og rauk svo upp stigann á sokkaleistunum en hitti ekki í öll þrepin og hrasaði í öðru hverju skrefi. Loksins komst hann upp á dekk og sá þá að Dolli stóð við stýrið og að enn var langt í innsiglinguna. Eftir þetta fékk ég frið fyrir allri stríðni.

Á þessum árum var engin salernisaðstaða um borð í þessum minni bátum. Menn sprændu bara yfir borðstokkinn og ef gera þurfti stærra þá brugðu menn sér aftur fyrir stýrishúsið og gerðu stykki sín í galvaníseraða skólpfötu. Spotti var bundinn við handfangið á fötunni til að hægt væri að henda henni í sjóinn og skola úr henni innihaldið.

Freyja VE
Óli var háseti á Freyju VE 260 sumarið 1957 á handfæraveiðum. Skipstjóri var Sigurður Ó. Sigurjónsson sem var kvæntur Jóhönnu Helgadóttur, föðursystur Óla.

Algjör uppgrip á síldinni

Ég var á síld á Stíganda VE 77 sumrin 1961 og 1962. Helgi Bergvinsson aflakóngur var skipstjóri og útgerðarmaður Stíganda og einnig tengdapabbi minn. Hann var tregur að taka mig um borð því pláss hjá aflakónginum voru mjög eftirsótt. Svo féllst hann á að ég fengi pláss. Kærastan mín, Sigríður Elínborg Helgadóttir, var á íþróttaskóla í Sønderborg á Jótlandi. Ég tók mjög lítið út yfir sumarið og mér fannst ég aldrei hafa séð eins mikla peninga og þegar ég fékk útborgað eftir hvert síldarúthaldið. Það voru algjör uppgrip og þetta létti mikið undir með okkur mömmu við rekstur heimilisins.

Seinna sagði Sigga kærastan mín mér að pabbi hennar hefði hringt í Leu konu sína Sigurðardóttur og sagt að hann sæi ekki eftir að hafa tekið mig með á síld því ég væri duglegasti maðurinn á bátnum! Mér þótti mikill heiður að heyra það. Við Helgi vorum mjög góðir vinir, alveg til æviloka hans. Mér þótt vænt um hann alla tíð og hann reyndist mér vel og var traustur vinur alla ævi. Helgi var mér sem besti faðir.

 

Við enduðum á frímerki

Við vorum að landa síld í Neskaupstað í júlí 1961 þegar ljósmyndari kom niður á bryggju. Hann sagðist vera á vegum Pósts og síma að taka myndir af atvinnulífinu. Síðan ætti að velja nokkrar myndir og teikna eftir þeim ný frímerki. „Kannski verður mynd af ykkur fyrir valinu,“ sagði hann við okkur Venna, Sigurvin Þorkelsson, föður þeirra Andrésar leikstjóra og knattspyrnukappanna Ólafs Þórs og Ásgeirs Sigurvinssona. Ein myndin af okkur að moka síld var gerð að frímerki að verðgildi 7,50 krónur og kom það út árið 1963. Þetta frímerki og annað að verðgildi 5 krónur voru gefin út að tilhlutan Matvælastofnunar Sameinuðu þjóðanna (FAO). Þau voru tileinkuð herferð Sþ gegn hungri. Var gert ráð fyrir að um 100 lönd gæfu út frímerki í þeim tilgangi. Þetta var í þriðja skiptið sem Sþ beittu sér fyrir frímerkjaútgáfu aðildarþjóðanna en áður höfðu komið frímerki að undirlagi Sþ vegna flóttamanna og malaríu. Þessi frímerki vekja upp góðar minningar um skemmtileg sumur og rífandi góðar tekjur.

Óli og Sigurvin Þorkelsson, hásetar á Stíganda VE, voru að landa síld á Norðfirði þegar tekin var ljósmynd af þeim. Hún varð fyrirmynd frímerkis sem kom út 1963.

 

Þessu tengt: Óli Gränz kynnir nýja bók í Eldheimum á föstudagskvöld

 

Facebook
X
LinkedIn
Pinterest
Reddit
Email
Print
Skoða blaðið á netinu
EF Fors 10 Tbl 2025
10. tbl. 2025

NÝBURAR

76e2af77 02d9 48eb B73a 24c32e2403ac
4. janúar 2025
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík.
Katrín Rós Óðinsdóttir og Sæþór Örn Garðarsson.

NÝBURAR

Drengur
3. desember 2024
Drengur
Kaupmannahöfn
Selma Jónsdóttir og Matthías Óskarsson

NÝBURAR

Drengursnorrason
23. október 2024
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík.
Svanhildur Eiríksdóttir og Sindri Sigfússon

NÝBURAR

Lovisu
8. október 2024
Stúlka
Landspítalinn, Reykjavík.
Lovísa Jóhannsdóttir og Jökull Andri Sigurðsson

NÝBURAR

462560821 8781643355208571 772013136079801246 N
17. október 2024
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík.
Aníta Björk Friðriksdóttir og Sigurbjörn Þórður Árnason.

NÝBURAR

Tandri
13. september 2024
Drengur
Hsu, Vestmannaeyjum.
Dagur Arnarsson og Svava Tara Ólafsdóttir.

NÝBURAR

Bfec0ecf E4f8 466a 89f9 94c607ba1ec5
24. ágúst 2024
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík.
Óskar Elías Zoega Óskarsson og Díana Ólafsdóttir

NÝBURAR

Natan Orn
14. ágúst 2024
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík.
Þórey Lúðvíksdóttir og Elías Skæringur Guðmundsson

NÝBURAR

F4c5612c Ae8a 4d77 B83d C5f14f2007fe
26. september 2024
Stúlka
Landspítalinn, Reykjavík.
Þorgeir Þór Friðgeirsdóttir og Elín Inga Halldórsdóttir

NÝBURAR

Moller
20. september 2024
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík
William Thomas Möller og Jenný Guðnadóttir.

NÝBURAR

E50c5f3f Ddd5 4ee2 8685 Dad7e0e417ad
2. ágúst 2024
Stúlka
Fæðingadeild HVE, Akranes
Sigurdís Egilsdóttir og Gunnlaugur Örn Guðjónsson

NÝBURAR

Drengur Hristov
2. ágúst 2024
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík
Todor Hristov og Marta Möller

NÝBURAR

Nýburi
30. júlí 2024
Stúlka
Heimahúsi á Dalvík
Alexandra Ósk Gunnarsdóttir og Brynjar Ingi Óðinsson

NÝBURAR

Nýfædd stúlka.
4. júlí 2024
Stúlka
Landspítalinn, Reykjavík
Theodóra Ágústsdóttir & Carlos Guani

NÝBURAR

IMG 3174
15. júlí 2024
Drengur
Balingen, Þýskalandi
Sandra Erlingsdóttir og Daníel Þór Ingason

NÝBURAR

tryggvason
30. júní 2024
Drengur
Reykjavík
Tryggvi Stein Ágústsson og Guðný Erla Guðnadóttir

NÝBURAR

nyburar
4. júlí 2024
Drengur
Reykjavík
María Rós Sigurbjörnsdóttir og Bjarni Heimir Kristinsson

NÝBURAR

jon
20. júní 2024
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík
Logi Snædal Jónsson og Svala Björk Hólmgeirsdóttir

NÝBURAR

Admin Ajax
10. júlí 2024
Stúlka
Landspítalinn, Reykjavík
Unnur Birna Hallgrímsdóttir og Guðmundur Sundström

NÝBURAR

IMG 2282 940x940
29. júní 2024
Stúlka
Landspítalinn, Reykjavík
Petrúnella Aðalheiður Kristjánsdóttir og Felix Örn Friðriksson
Mest lesið
viðburðir
PXL 20251104 095848596
7. nóvember 2025
20:00
Bókakynning í Eldheimum - Óli Gränz
Skemmtun
ludra
8. nóvember 2025
16:00
Hausttónleikar Lúðrasveitar Vestmannaeyja í Hvítasunnukirkjunni
Skemmtun
Fylgstu með

Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst

Dýptarmæling

Ekki liggja fyrir nýjar mælingar 

Góð ráð fyrir siglingu

Sjóveiki

Hvað er sjóveiki?

Sjóveiki er misræmi milli skynfæra líkamans sem senda boð til heilans um hreyfingu – kyrrstöðu.

Þegar einstaklingur er úti á sjó þá nema skynjarar í vökvafylltum gangi í innra eyra hreyfingu og senda boð til heilans að einstaklingur sé á hreyfingu. Augun senda hins vegar boð til heilans um að viðkomandi sé kyrr. Heilinn á erfitt með að vinna úr þessum misvísandi og ósamræmdu upplýsingum og sendir skilaboð til magans um að tæma sig – þ.e. veldur uppköstum.

Einkenni sjóveiki eru þreyta, ógleði, svimi, svitakóf og uppköst.

Góð ráð til að hindra sjóveiki:

  • Góð hvíld daginn fyrir brottför. Að fara seint að sofa og snemma um borð í bát fer ekki vel saman ef fólk er hætt við sjóveiki.
  • Forðist áfenga drykki daginn fyrir brottför
  • Forðist djúpsteiktan, brasaðan eða saltan mat daginn fyrir siglingu.
  • Borðið góðan morgunverð. Borðið gjarnan hvítt brauð, hafragraut og ávexti þó ekki sítrus ávexti.
  • Forðist mikið koffein. Mikið kaffi er ekki það sem maganum líkar fyrir sjóferð.
  • Hafðu mat með þér á sjó. Gott er að hafa samlokur með kjúklingi eða kalkún. Kjötið er fitusnautt og brauðið er róandi í maga. Hafðu endilega eitthvað til að grípa í sem er létt í maga. Bananar eru mjög góðir til að narta í ef þú finnur fyrir ógleði en einnig er gott að hafa létt kex eða annað sem er ekki salt eða fitumikið.
  • Drekkið vel af vatni en einnig er gott er að drekka kóla drykki eða engiferöl í sjóferðinni

Lyf við sjóveiki þ.e. lyf sem slá á einkennin og fást án lyfseðils í apóteki.

  • Koffínátín – fæst án lyfseðils
  • Postafen – fæst án lyfseðils
  • Scopolamin plástur – lyfseðilsskyltEinnig má fá armbönd gegn ferðaveiki sem sumir telja að hjálpi.

Önnur ráð:

  • Engifer er jurt sem nýlega hefur fengið aukna athygli vegna þess að því er haldið fram að hún geti slegið á ógleði sem fylgir sjóveiki. Til forna tuggðu kínverskir sjómenn engiferrót til að draga úr sjóveiki. Flest lyf sem virka á ógleði verka á heilann en engifer virkar aðeins á magann. Ráðlagt er að taka 1000 mg. hylki hálftíma fyrir brottför. Einnig má taka eitt eða tvö 500 mg. hylki sem eru til viðbótar á ferðalaginu. Ekki er ráðlagt að drekka coke með engifertöflum.
  • Piparminta og te eru einnig gömul húsráð við ferðaveiki.
  • Sumum finnst betra að taka sýrujafnandi töflur, Alminox eða slíkt áður en þú heldur á sjó og þá er gott að hafa box með út á sjó.

Hvar í skipinu er best að vera o.fl.

  • Minna finnst fyrir hreyfingu og veltingi ef maður er staddur næst miðju bátsins.
  • Mörgum finnst gott að vera í kulda, t.d.að vera úti á dekki og láta vindinn leika um sig.
  • Matarlykt fer illa í þá sem hætt er við sjóveiki og einnig pústið frá bátnum.

Þungun:

Þungaðar konur sem þjást af sjóveiki mega nota koffinátín í litlum skömmtum en best er að ráðfæra sig við lækni eða lyfjafræðing.
Þunguðum konum er ekki ráðlagt að nota engifer þar sem það er ekki staðfest hvort það geti haft skaðleg áhrif á fóstur.

Eyjafréttir
Friðhelgisyfirlýsing

Þessi vefsíða notar fótspor til að við getum veitt þér bestu notendaupplifun. Upplýsingar um fótspor eru geymdar í vafranum þínum og framkvæma aðgerðir eins og að þekkja þig þegar þú kemur aftur á vefsíðu okkar og hjálpa teymi okkar að skilja hvaða hluta vefsíðunnar þér finnst áhugaverðast og gagnlegast.