Undirbúningur samningsins byrjaði í mars árið 2005 með stofnun verkefnastjórnar og eru flest verkefnin úr tillögum hennar þegar komin í framkvæmd. Nokkrum verkefnum er lokið, önnur í undirbúningi auk þess sem ný verkefni hafa bæst við.
Hrafn Sævaldsson, ráðgjafi og verkefnisstjóri Atvinnuþróunarfélags Suðurlands í Vestmannaeyjum, vonast eftir góðri mætingu og segir hann að þar muni ýmislegt athyglisvert koma fram. �?Af 63 tillögum sem lagðar voru fram af verkefnastjórn eru 19 tillögur beintengdar Vestmannaeyjum og nokkrar tillögur sem tengjast okkur með einum eða öðrum hætti, auk nýrra verkefna,�? segir Hrafn.
Fjögur verkefni hlotið samþykki
Verkefni, sem þegar hafa hlotið samþykki VSSV, eru Eyjaköfun sem er samstarfsverkefni í Eyjum um stofnun köfunarskóla og þjónustumiðstöðvar fyrir ferðamenn sem hafa áhuga á að stunda köfun við Vestmannaeyjar. Er þetta þverfaglegt verkefni fyrirtækja og stofnana með ólík markmið og hlutverk sem mynda klasa í ferðaþjónustu. Sótt var um þrjár milljónir króna og samþykkt var að veita tvær og hálfa milljón til verkefnisins.
Verkefnið, Efling rannsókna- og háskólastarfs í Eyjum, fellur innan mennta- og rannsóknarklasa. Starfshópur vinnur nú tillögur að framtíðarskipulagi rannsókna- og fræðastarfs í Eyjum, sem skilað verður innan tíðar. Sótt var um þrjár milljónir til að koma tillögunum á framkvæmdastig og samþykkti framkvæmdaráð VSSV umsóknina.
�?rjú fyrirtæki í Eyjum, Grímur kokkur, Vinnslustöðin og Fiskvinnsla VE-Narfa hafa sameinast um verkefnið, Verðmætaaukning sjávarfangs, humarklær, vöruþróun, og snýst verkefnið um að fullvinna vörur úr sjávarfangi.
Í fjórða lagi var samþykkt að styðja kynningar- og markaðsátak fyrir Tyrkjaránssetrið upp á 750 þúsund krónur.
�?Af verkefnum sem tengjast Vestmannaeyjum eru t.d. Háskólafélag Suðurlands sem stofna á um háskólastarf á Suðurlandi og stofnun samstarfsnets fræðasetra á svæðinu. �?g geri mér vonir um að þessi verkefni eigi eftir að auka samkeppnishæfni svæðisins þegar fram í sækir,�? segir Hrafn.
Nánar í Fréttum
Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst