Í gær fór fram Allraheilagra messa í Landakirkju þar sem heiðruð var minning látins Eyjafólks.
Á messunni voru nöfn þeirra Eyjamanna sem látist hafa á árinu lesin upp og kveikt var á kerti fyrir hvern og einn þeirra til heiðurs.
Kór Landakirkju, Karlakór Vestmannaeyja og Kvennakór Vestmannaeyja sungu við athöfnina. Einsöng fluttu Sólbjörg Björnsdóttir og Geir Jón Þórisson, Matthías Harðarson lék á orgel og Kitty Kovács stjórnaði kórunum.
Messan var hugsuð fyrir aðstandendur þeirra sem látist hafa á síðastliðnu ári, en allir voru þó velkomnir.
Óskar Pétur ljósmyndari Eyjafrétta var á staðnum og tók myndir.





















Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst