Alþjóðlegur minningardagur um fórnarlömb umferðarslysa er haldinn í dag, 16. nóvember um allt land og víðsvegar um heiminn.
Sameinuðu þjóðirnar hafa tileinkað þriðja sunnudegi í nóvember þessum degi, sem fest hefur sig í sessi víða um heim sem mikilvægur minningardagur og áminning. Dagurinn er jafnframt hugsaður til að hvetja fólk til að líta inn á við og rifja upp ábyrgð hvers og eins í umferðinni. Þá er einnig lögð áhersla á að þakka þeim viðbragðsaðilum sem veita hjálp og björgun þegar slys bera að garði.
Á þessum degi er sjónum beitt að ákveðnum áhættuþáttum sem valda banaslysum. Í ár er megináherslan á notkun öryggisbelta, sem teljast einn mikilvægasti öryggisbúnaður bifreiða. Rannsóknir sýna að notkun öryggisbelta minnkar líkur á dauðsfalli í fólksbílum um allt að 45 prósent. Fjölda banaslysa og alvarlegra slysa hefði mátt koma í veg fyrir með réttri notkun þeirra.
Dagskrá í Vestmannaeyjum
• Minningarmessa í Landakirkju kl. 13:00.
• Minningarstund við kirkjugarðshliðið þar sem kveikt verður á kertum kl. 20:00



















Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst