Í lok október voru liðin tíu ár frá því að Heilbrigðisstofnun Vestmannaeyja sameinaðist undir starfsemi Heilbrigðisstofnunar Suðurlands, og markar þessi dagsetning mikilvægan áfanga í þróun heilbrigðisþjónustu á Suðurlandi og í Eyjum.
Sameiningin tók gildi í október 2015, með það að markmiði að efla samvinnu, bæta þjónustu og tryggja sterkari stoðir fyrir heilbrigðisþjónustu í Vestmannaeyjum. Undanfarin tíu ár hefur mikið verið lagt upp úr því að efla tengsl milli starfsfólks, samræma þjónustu og nýta sameiginlegan mannafla og þekkingu til að mæta þörfum íbúa bæði á meginlandinu og í Eyjum.
„Sameiningin hefur skilað okkur auknum stöðugleika, betri faglegum tengslum og sterkari innviðum til að veita nútímalega heilbrigðisþjónustu, “ segir Díana Óskarsdóttir, forstjóri Heilbrigðisstofnunnar Suðurlands. „Við erum stolt af því samstarfi sem hefur byggst upp milli starfsstöðva og þeirri þjónustu sem íbúar Vestmannaeyja njóta í dag.“
Heilbrigðisþjónustan í Vestmannaeyjum hefur tekið miklum framförum á þessum tíu árum.

„Það hefur orðið mikil þróun á starfseminni,“ segir Jóna Björgvinsdóttir, rekstrarstjóri HSU í Vestmannaeyjum. „Við höfum byggt upp meiri dagdeildarþjónustu á lyflækningadeild, þar sem meðal annars eru veittar lyfjagjafir fyrir krabbameinssjúka og aðra skjólstæðinga sem þurfa reglulegar meðferðir. Nú þurfa færri að fara úr heimabyggð en áður til að fá þessa þjónustu, og almennt ríkir mikil ánægja með hana.“
Einnig hefur aukinn fjöldi sérfræðinga komið til starfa á deildinni, þar á meðal öldrunarlæknir og nýrnalæknir, sem hefur eflt þjónustuna til muna.
Heilsugæslan í Vestmannaeyjum hefur einnig breyst verulega. „Það er mikið álag í dag, með aukna símsvörun og nýja möguleika í gegnum Heilsuveru, sem ekki voru til staðar áður. Þótt það feli í sér áskoranir hefur það líka gert þjónustuna aðgengilegri fyrir íbúa,“ segir hún. Á sama tíma hafa fleiri fagmenntaðir starfsmenn bæst við á öllum sviðum, bæði í heilbrigðisþjónustu og í stoðþjónustu eins og eldhúsi og matreiðslu.
Jóna hefur unnið yfir 20 ár á HSU í Vestmannaeyjum og var hluti af einingunni þegar samruninn varð fyrir tíu árum síðan. „Starfið er fjölbreytt, andinn er góður og allir leggja sig fram við að veita góða þjónustu,“ segir Jóna. „Það er einstakt að vinna í samfélagi þar sem allir þekkja alla og finna fyrir beinum áhrifum af góðu starfi sínu.“
Aftur á móti segir hún fjölgun aldraðra kalli á aukna heimahjúkrun og heimaþjónustu. „Flestir vilja vera sem lengst heima, og það þarf að mæta því með nýjum nálgunum,“ segir hún. Auk þess hafi fólksfjölgun og aukinn fjölbreytileiki í samfélaginu kallað á breytt viðhorf hjá starfsmönnum og nýjar leiðir til að mæta fjölbreyttum þörfum skjólstæðinga.
Jóna er horfir bjartsýn á framtíðinni. „Ég sé HSU í Vestmannaeyjum þróast áfram í samræmi við þarfir samfélagsins og þróun byggðarlagsins,“ segir hún. „Við munum halda áfram að byggja upp þjónustu sem er traust, nútímaleg og nær fólki.“




















Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst
Ekki liggja fyrir nýjar mælingar
Hvað er sjóveiki?
Sjóveiki er misræmi milli skynfæra líkamans sem senda boð til heilans um hreyfingu – kyrrstöðu.
Þegar einstaklingur er úti á sjó þá nema skynjarar í vökvafylltum gangi í innra eyra hreyfingu og senda boð til heilans að einstaklingur sé á hreyfingu. Augun senda hins vegar boð til heilans um að viðkomandi sé kyrr. Heilinn á erfitt með að vinna úr þessum misvísandi og ósamræmdu upplýsingum og sendir skilaboð til magans um að tæma sig – þ.e. veldur uppköstum.
Einkenni sjóveiki eru þreyta, ógleði, svimi, svitakóf og uppköst.
Góð ráð til að hindra sjóveiki:
Lyf við sjóveiki þ.e. lyf sem slá á einkennin og fást án lyfseðils í apóteki.
Önnur ráð:
Hvar í skipinu er best að vera o.fl.
Þungun:
Þungaðar konur sem þjást af sjóveiki mega nota koffinátín í litlum skömmtum en best er að ráðfæra sig við lækni eða lyfjafræðing.
Þunguðum konum er ekki ráðlagt að nota engifer þar sem það er ekki staðfest hvort það geti haft skaðleg áhrif á fóstur.