Árið 2016 gert upp :: Stiklað á stóru
5. janúar, 2017
N:M1414075 PK-259 VestmanDrawingsGeneral ArrangementPK 259.
�?að hefur verið hefð undanfarin ár að birta annál í upphafi hvers árs en að þessu sinni verður brugðið út af vananum og farið nýja leið í uppgjöri ársins. �?essi samantekt ársins 2016 inniheldur stutt sýnishorn úr einni frétt úr hverjum mánuði þar sem huglægt mat höfundar, á áhugaverðustu fréttum ársins, réð för.
Janúar:
Tekist á um ráðningu nýs slökkviliðsstjóra og eldvarnaeftirlitsmanns
Um síðustu áramót lét Ragnar �?ór Baldvinsson slökkviliðsstjóri af störfum sökum aldurs eftir 44 ára starf og við tók Friðrik Páll Arnfinnsson. Stefán �?rn Jónsson hélt áfram sem varaslökkviliðsstjóri. Flestir voru sammála um ágæti Friðriks Páls í stöðuna en ekki eru allir sáttir með hvernig staðið var að ráðningunni. Vefur Eyjafrétta logaði í kjölfarið af skrifum vegna þess.
Febrúar:
FabLab smiðjan hluti af FÍV
FabLab smiðjan sem starfað hefur í Vestmannaeyjum í átta ár fluttist í hús Framhaldsskólans og er orðin hluti af skólanum. �?orsteinn Ingi Sigfússon, forstjóri Nýsköpunarmiðstöðvar sagði að hér væri fullkomnasta og stærsta FabLab smiðja landsins og þótt víðar væri leitað en smiðjan er hluti Nýsköpunarmiðstöðvar Íslands. Einnig nýtti hann tækifærið til að þakka Helgu Kristínu Kolbeins, skólameistara Framhaldsskólans fyrir stuðninginn við verkefnið.

Mars:
Samruni Landsbanka og Sparisjóðs Vestmannaeyja – Mögulega var brotið gegn ýmsum reglum stjórnsýsluréttarins
Landsbankinn tók yfir rekstur á Sparisjóði Vestmannaeyja og þar með urðu Vestmannaeyjabær, Vinnslustöðin og Lífeyrissjóður Vestmannaeyja hluthafar í Landsbankanum. Vestmannaeyjabær og Vinnslustöðin voru ósátt við framgöngu ríkisstofnana sem komu að málinu og töldu að þær hefðu farið offari. Líka voru Eyjamenn ósáttir við of skamman fyrirvara til að reyna að bjarga Sparisjóðnum og töldu að verðmat á eignum sjóðsins hafi verið of lágt.
Apríl:
Heimagreiðslur, fleiri börn á Sóla og tómstundakort
Bærinn samdi við Hjallastefnuna um að taka allt að 15 börn til viðbótar inn á leikskólann Sóla. Ný leikskóladeild á að taka til starfa um áramótin. Með þessu var tekið skref í áttina að því að mæta kröfum foreldra ungra barna um fleiri leikskólapláss. Grunnskólanum verður að sama skapi tryggt fjármagn til að fylgja eftir framtíðarsýn í námi og tekin verða upp svokölluð frístundakort sem hefur verið eitt helsta baráttumál Eyjalistans.
Maí:
Strákarnir í þriðja flokki Íslandsmeistarar
ÍBV eignuðust Íslandsmeistara í 3. flokki karla í fyrsta skiptið en þessir sömu strákar unnu einnig fyrsta Íslandsmeistaratitil ÍBV í karlaflokki árið 2013. Í ár var liðið undir stjórn Svavars Vignissonar og tefldi það fram tveimur liðum, einu sem spilaði í 1. deild og öðru sem spilaði í 3. deild. Liðið sem var í 3. deild var einungis skipað leikmönnum fæddir 1999, á yngra ári flokksins.
Júní:
�?tboð á Vestmannaeyjaferju
Fyrir hönd Vegagerðarinnar óskað Ríkiskaup eftir tilboðum í smíði nýrrar Vestmannaeyjaferju. Annars vegar var óskað eftir tilboðum í smíði á ferju til fólks-, bíla- og vöruflutninga milli Vestmannaeyja og Landeyjahafnar. Hinsvegar var óskað eftir tilboðum í einkaframkvæmd. Gert er ráð fyrir að ný ferjan hefji siglingar síðla sumars 2018. Ferjan á að vera um 70 metra löng, 14 metra breið, geta flutt allt að 73 fólksbíla og allt að 540 farþega og vera með djúpristu um 2,8 metra.
Júlí:
Páley Borgþórsdóttir – �?jóðhátíð og umræðan um þöggun
Páley Borgþórsdóttir, lögreglustjóri stóð í ströngu í kringum þjóðhátíðina og var skotspónn sumra stærstu fjölmiðla landsins. Ástæðan var sú ákvörðun hennar að upplýsa ekki um kynferðisafbrot um leið og þau koma inn á borð lögreglu.
Ágúst:
Heimir Hallgrímsson og EM í Frakklandi
Heimir Hallgrímsson, þjálfari A-landsliðs karla og tannlæknir hefur verið mikið í sviðsljósinu síðustu ár sem náði hámarki þegar hann ásamt Lars Lagerbäck kom liðinu í átta liða úrslit á EM í Frakklandi síðasta sumar. Frábær árangur sem vakti heimsathygli og beindi athygli erlendra fjölmiðla að Íslandi og þar var Eyjamaðurinn Heimir frábær fulltrúi lands og þjóðar. Heimir lék með ÍBV upp alla flokka og þjálfaði fyrir félagið í 27 ár.
September:
Prófkjör Sjálfstæðisflokksins
Páll Magnússon varð fyrsti Eyjamaðurinn til að leiða lista Sjálfstæðisflokksins í Suðurkjördæmunum. Eftir kjördæmabreytinguna 1959 hafa Eyjamenn komist hæst í annað sætið í Suður- og Suðurlandskjördæmi. Páll var öruggur í fyrsta sæti með 1771 atkvæði eða 45,4%. Ásmundur Friðriksson hafnaði í öðru sæti en hann fékk 1928 atkvæði í fyrsta og annað sæti eða 49,4%.
Október:
Nýr prestur tók til starfa
Viðar Stefánsson tók til starfa sem prestur við Landakirkju en hann hefur ekki síst vakið athygli fólks fyrir ungan aldur en hann fagnaði 27 ára afmæli sínu þegar blaðamaður hitti hann í Safnaðarheimilinu mánudaginn 2. október og er þar með yngsti prestur �?jóðkirkjunnar.
Nóvember:
Kennarar GRV gengu úr kennslu í gær í mótmælaskyni
�?ann 9. nóvember fóru kennarar GRV með kröfu um bætt launamál til bæjarstjóra og u.þ.b. tveimur vikum seinna gengu þeir út úr kennslu og hittust á Bárustíg í mótmælaskyni. Í kröfu kennara til sveitafélaganna segir að nú sé ljóst að kennarar geti ekki lengur komið í veg fyrir að skólakerfið lendi í stórhættu. Nýir kennarar fást ekki til starfa, eldri kennarar heltast úr lestinni eða hverfa til annarra starfa.
Desember:
Verkfall sjómanna
Yfirstandandi verkfall undirmanna á fiskiskipum hófst 14. desember eftir að samningur sem skrifað var undir mánuði áður var felldur. Eftir fund Sjómannafélagsins Jötuns sagði �?orsteinn Ingi Guðmundsson formaður félagsins að þrjú atriði hafi staðið upp úr, nýsmíðaálagið, olíuviðmiðunin og sjómannaafslátturinn. Að auki vilja sjómenn fá meiri upplýsingar um verðmyndun og afurðaverð almennt en það hefur verið erfitt hingað til. Á meðan verkafallinu stendur liggur öll vinnsla í frystihúsum niðri og eru starfsmenn þeirra komnir á atvinnuleysisbætir eins og ákvæði í samningum heimila.
Facebook
X
LinkedIn
Pinterest
Reddit
Email
Print
Skoða blaðið á netinu
Forsida EF 7 Tbl 2025
7. tbl. 2025

NÝBURAR

76e2af77 02d9 48eb B73a 24c32e2403ac
4. janúar 2025
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík.
Katrín Rós Óðinsdóttir og Sæþór Örn Garðarsson.

NÝBURAR

Drengur
3. desember 2024
Drengur
Kaupmannahöfn
Selma Jónsdóttir og Matthías Óskarsson

NÝBURAR

Drengursnorrason
23. október 2024
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík.
Svanhildur Eiríksdóttir og Sindri Sigfússon

NÝBURAR

Lovisu
8. október 2024
Stúlka
Landspítalinn, Reykjavík.
Lovísa Jóhannsdóttir og Jökull Andri Sigurðsson

NÝBURAR

462560821 8781643355208571 772013136079801246 N
17. október 2024
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík.
Aníta Björk Friðriksdóttir og Sigurbjörn Þórður Árnason.

NÝBURAR

Tandri
13. september 2024
Drengur
Hsu, Vestmannaeyjum.
Dagur Arnarsson og Svava Tara Ólafsdóttir.

NÝBURAR

Bfec0ecf E4f8 466a 89f9 94c607ba1ec5
24. ágúst 2024
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík.
Óskar Elías Zoega Óskarsson og Díana Ólafsdóttir

NÝBURAR

Natan Orn
14. ágúst 2024
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík.
Þórey Lúðvíksdóttir og Elías Skæringur Guðmundsson

NÝBURAR

F4c5612c Ae8a 4d77 B83d C5f14f2007fe
26. september 2024
Stúlka
Landspítalinn, Reykjavík.
Þorgeir Þór Friðgeirsdóttir og Elín Inga Halldórsdóttir

NÝBURAR

Moller
20. september 2024
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík
William Thomas Möller og Jenný Guðnadóttir.

NÝBURAR

E50c5f3f Ddd5 4ee2 8685 Dad7e0e417ad
2. ágúst 2024
Stúlka
Fæðingadeild HVE, Akranes
Sigurdís Egilsdóttir og Gunnlaugur Örn Guðjónsson

NÝBURAR

Drengur Hristov
2. ágúst 2024
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík
Todor Hristov og Marta Möller

NÝBURAR

Nýburi
30. júlí 2024
Stúlka
Heimahúsi á Dalvík
Alexandra Ósk Gunnarsdóttir og Brynjar Ingi Óðinsson

NÝBURAR

Nýfædd stúlka.
4. júlí 2024
Stúlka
Landspítalinn, Reykjavík
Theodóra Ágústsdóttir & Carlos Guani

NÝBURAR

IMG 3174
15. júlí 2024
Drengur
Balingen, Þýskalandi
Sandra Erlingsdóttir og Daníel Þór Ingason

NÝBURAR

tryggvason
30. júní 2024
Drengur
Reykjavík
Tryggvi Stein Ágústsson og Guðný Erla Guðnadóttir

NÝBURAR

nyburar
4. júlí 2024
Drengur
Reykjavík
María Rós Sigurbjörnsdóttir og Bjarni Heimir Kristinsson

NÝBURAR

jon
20. júní 2024
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík
Logi Snædal Jónsson og Svala Björk Hólmgeirsdóttir

NÝBURAR

Admin Ajax
10. júlí 2024
Stúlka
Landspítalinn, Reykjavík
Unnur Birna Hallgrímsdóttir og Guðmundur Sundström

NÝBURAR

IMG 2282 940x940
29. júní 2024
Stúlka
Landspítalinn, Reykjavík
Petrúnella Aðalheiður Kristjánsdóttir og Felix Örn Friðriksson
Mest lesið
Fylgstu með

Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst

Eyjafréttir
Friðhelgisyfirlýsing

Þessi vefsíða notar fótspor til að við getum veitt þér bestu notendaupplifun. Upplýsingar um fótspor eru geymdar í vafranum þínum og framkvæma aðgerðir eins og að þekkja þig þegar þú kemur aftur á vefsíðu okkar og hjálpa teymi okkar að skilja hvaða hluta vefsíðunnar þér finnst áhugaverðast og gagnlegast.