Drög að fjögurra mánaða rekstraryfirliti Vestmannaeyjabæjar voru lögð fram fyrir bæjarráð í liðinni viku.
Samkvæmt yfirlitinu eru heildartekjur samstæðunnar fyrstu fjóra mánuði ársins um 8,3% hærri en fjárhagsáætlun gerir ráð fyrir og heildarrekstrarkostnaður um 7,1% hærri en áætlunin. Rekstrarafkoma fyrstu fjóra mánuði ársins er betri en áætlanir gerðu ráð fyrir.
Hvað varðar A-hlutann, þá voru lögð fyrir bæjarráð drög að fjögurra mánaða rekstraryfirliti fyrir sveitarsjóð. Samkvæmt yfirlitinu eru heildartekjur samstæðunnar fyrstu fjóra mánuði ársins um 6,3% hærri en fjárhagsáætlun gerir ráð fyrir og heildarrekstrarkostnaður um 3,5% hærri en áætlunin.
Rekstrarafkoma fyrstu fjóra mánuði ársins er mun betri en áætlanir gerðu ráð fyrir, segir í fundargerð bæjarráðs.
Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst