Betri afkoma en búist var við
Ráðhús_nær_IMG_5046
Ráðhús Vestmannaeyja. Eyjafréttir/Eyjar.net: TMS

Drög að fjögurra mánaða rekstraryfirliti Vestmannaeyjabæjar voru lögð fram fyrir bæjarráð í liðinni viku.

Samkvæmt yfirlitinu eru heildartekjur samstæðunnar fyrstu fjóra mánuði ársins um 8,3% hærri en fjárhagsáætlun gerir ráð fyrir og heildarrekstrarkostnaður um 7,1% hærri en áætlunin. Rekstrarafkoma fyrstu fjóra mánuði ársins er betri en áætlanir gerðu ráð fyrir.

Hvað varðar A-hlutann, þá voru lögð fyrir bæjarráð drög að fjögurra mánaða rekstraryfirliti fyrir sveitarsjóð. Samkvæmt yfirlitinu eru heildartekjur samstæðunnar fyrstu fjóra mánuði ársins um 6,3% hærri en fjárhagsáætlun gerir ráð fyrir og heildarrekstrarkostnaður um 3,5% hærri en áætlunin.

Rekstrarafkoma fyrstu fjóra mánuði ársins er mun betri en áætlanir gerðu ráð fyrir, segir í fundargerð bæjarráðs.

Nýjustu fréttir

Saltfisksala hjá meistaraflokkum ÍBV
ÍBV með mikilvægan sigur á ÍR
Kveikjum neistann: Jákvæðar vísbendingar
Hvattning til Eyjamanna
Heilsuefling starfsfólks fær aukið vægi
Handhafar Frétta-píramída 1992-95
ÍBV sækir ÍR heim
Siglt til Þorlákshafnar
Eyjafréttir
Friðhelgisyfirlýsing

Þessi vefsíða notar fótspor til að við getum veitt þér bestu notendaupplifun. Upplýsingar um fótspor eru geymdar í vafranum þínum og framkvæma aðgerðir eins og að þekkja þig þegar þú kemur aftur á vefsíðu okkar og hjálpa teymi okkar að skilja hvaða hluta vefsíðunnar þér finnst áhugaverðast og gagnlegast.