Án ykkar hefði þetta ekki tekist

„Þá eru lokatölur komnar og fyrir liggur hverjir verða þingmenn þjóðarinnar. Baráttan var snörp og stutt, við frambjóðendur í Suðurkjördæmi lögðum okkur fram af alefli. Það voru sönn forréttindi að fá að leiða okkar frábæra fólk sem valdist á listann,“ segir Karl Gauti Hjaltason, þingmaður og oddviti Miðflokksins í Suðurkjördæmis í Fésbókarfærslu í gær. Þar […]
Jólahátíðin okkar

Jólahátíðin okkar verður haldin á miðvikudaginn á Hótel Nordica í Reykjavík þar sem fram koma margir af þekktustu skemmtikröftum landsins. Meðal þeirra sem koma fram með hljómsveit hátíðarinnar eru, Rúnar Þór, Bjartmar, GDRN, Páll Óskar, Eyfi, Regína og Svenni, Prettyboitjokko og Beggi. Í boð verður salgæti frá Góu, gosdrykkir frá Coke, en aðrir stuðningsaðilar eru […]
Gjafasöfnun fyrir jólin

Foreldramorgnar Landakirkju, í samstarfi við Bókasafn Vestmannaeyja standa nú fyrir gjafasöfnun fyrir þá sem þurfa á stuðningi að halda yfir jólin. Fólk er hvatt til þess að kaupa aukagjöf fyrir jólin í ár og koma henni fyrir undir jólatréinu á Bókasafninu. Prestar Landakirkju munu í framhaldinu sjá um að koma gjöfunum í hendur þeirra sem […]
Gular viðvaranir í gildi

Veðurstofa Íslands hefur gefið út gular viðvaranir vegna veðurs fyrir Höfuðborgarsvæðið, Suðurland, Faxaflóa, Breiðafjörð, Vestfirði, Suðausturland og Miðhálendi. Á Suðurlandi tekur viðvörunin gildi kl. 14:00 í dag og gildir til miðnættis. Í viðvörunarorðum segir: Suðaustan 15-23 m/s og snjókoma. Búast má við skafrenningi og lélegum aksturskilyrðum. Færð gæti spillst, einkum á fjallvegum. Viðvörun frá Herjólfi […]
Kíkt í kosningakaffi

Fastur liður margra á kjördag er að kíkja í kaffi hjá sínu fólki þegar búið er að kjósa. Þrátt fyrir að tíu flokkar byðu fram í kosningunum í gær buðu aðeins þrír, Framsókn, Samfylking og Sjálfstæðisflokkur upp á kosningakaffi í Vestmannaeyjum. Framsókn var í eigin húsnæði við Kirkjuveg, Samfylkingin á veitingastaðnum Næs hjá Gísla Matthíasi […]
Kjörsókn 80,6% prósent

Alls höfðu 2512 kosið í Vestmannaeyjum þegar kjörstöðum var lokað kl. tíu í gærkvöldi eða 80,6%. Þar af voru utankjörfundaratkvæði 714 eða 22,9%. Á kjörskrá voru 3115, en til samanburðar voru 3063 á kjörskrá fyrir þremur árum en þá var kjörsókn 81,4%. Árið 2017 var hún 80,%, 2016 81,6% og 82,3% árið 2013. (meira…)
Sigurður Ingi heldur sæti sínu

Sigurður Ingi Jóhannsson, ráðherra, formaður Framsóknarflokksins og annar maður á lista Framsóknar í Suðurkjördæmi heldur sæti sínu á Alþingi, þvert á kannanir. Þetta var ljóst eftir að lokatölur komu úr Suðvesturkjördæmi í hádeginu. Fer hann inn sem jöfnunarþingmaður og Lilja Dögg Alfreðsdóttir, varaformaður Framsóknarflokksins er dottin út. Endanleg niðurstaða kosninganna í Suðurkjördæmi er: Kjördæmakjörnir · […]
Flokkur fólksins stærstur í Suðurkjördæmi

Stór tíðindi urðu í lokatölum frá Suðurkjördæmi en þá tók Flokkur fólksins fram úr Sjálfstæðisflokknum. Flokkarnir fá tvo þingmenn hvor um sig en Flokkur fólksins fékk 121 atkvæði fleiri en Sjálfstæðisflokkurinn í kjördæminum. Það gerðist síðast í þingkosningunum árið 2009 að annar flokkur en Sjálfstæðisflokkurinn eða Framsóknarflokkurinn fengi flest atkvæði í Suðurkjördæmi en þá var […]
ÍBV sigraði Val

ÍBV og Valur mættust í lokaleik tólftu umferðar Olísdeildar karla í dag. Eyjamenn byrjuðu leikinn betur og Valsmenn voru að elta allan fyrri hálfleikinn. Staðan í leikhléi var 18-17. ÍBV jók forskot sitt í síðari hálfleik og fór svo þegar yfir lauk að Eyjaliðið hafði skorað 34 mörk gegn 28 mörkum gestanna. Hjá Val var […]
Jólakaffi og heiðranir

Á fimmtudaginn sl. var hið árlega jólakaffi Vinnslustöðvarinnar haldið í Höllinni. Þar er starfsmönnum og fjölskyldum boðið til kaffisamsætis. Jólasveinarnir kíkja ávallt í heimsókn og gleðja börnin með nærveru sinni og gjöfum. Um áratuga hefð er að ræða sem er bæði skemmtileg og notaleg. Við sama tækifæri eru starfsmenn sem standa á tímamótum heiðraðir. Þeir […]