Dæluskipið Álfsnes, sem sér um dýpkun í og við Landeyjahöfn, fer úr slipp klukkan 16 í dag og siglir til Vestmannaeyja í kvöld. Skipið verður þannig tilbúið til starfa seinnipartinn á morgun. Þetta segir G. Pétur Matthíasson, upplýsingafulltrúi Vegagerðarinnar, í samtali við Eyjafréttir.
„Álfsnesið er enn í slipp, en fer niður núna kl. 16:00 í dag og siglir af stað til Vestmannaeyja í kvöld,“ segir Pétur. Hann segir erfitt að spá nákvæmlega fyrir um hvenær hægt verði að hefja dýpkun, þar sem veður og sjólag ráði mestu um framvindu verksins.
„Ölduskilyrði til dýpkunar eru ekkert sérstaklega vænleg næstu vikuna,“ segir hann. „En Álfsnesið verður komið og reiðubúið til starfa seinnipartinn á morgun og fer í það verk um leið og aðstæður leyfa.“
Dýpkun í Landeyjahöfn er forsenda þess að Herjólfur geti siglt samkvæmt fullri áætlun milli lands og Eyja. Tafir á dýpkun hafa því haft áhrif á samgöngur undanfarna daga.
Herjólfur siglir til Landeyjahafnar í dag samkvæmt eftirfarandi áætlun:
Brottför frá Vestmannaeyjum: kl. 13:30 og 16:00
(Ferðir kl. 14:30 og 17:00 færast)
Brottför frá Landeyjahöfn: kl. 15:00 og 19:00
(Ferðir kl. 15:45 og 20:45 færast)
Vegna breytinganna passar áætlun Strætó því miður ekki við brottfarir seinnipartinn í dag.
Á morgun, þriðjudag 4. nóvember, siglir Herjólfur til Þorlákshafnar:
Brottför frá Vestmannaeyjum kl. 07:00
Brottför frá Þorlákshöfn kl. 10:45
Tilkynning vegna siglinga seinnipartinn verður gefin út klukkan 15:00 á morgun, segir í tilkynningu frá skipafélaginu.




















Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst
Ekki liggja fyrir nýjar mælingar
Hvað er sjóveiki?
Sjóveiki er misræmi milli skynfæra líkamans sem senda boð til heilans um hreyfingu – kyrrstöðu.
Þegar einstaklingur er úti á sjó þá nema skynjarar í vökvafylltum gangi í innra eyra hreyfingu og senda boð til heilans að einstaklingur sé á hreyfingu. Augun senda hins vegar boð til heilans um að viðkomandi sé kyrr. Heilinn á erfitt með að vinna úr þessum misvísandi og ósamræmdu upplýsingum og sendir skilaboð til magans um að tæma sig – þ.e. veldur uppköstum.
Einkenni sjóveiki eru þreyta, ógleði, svimi, svitakóf og uppköst.
Góð ráð til að hindra sjóveiki:
Lyf við sjóveiki þ.e. lyf sem slá á einkennin og fást án lyfseðils í apóteki.
Önnur ráð:
Hvar í skipinu er best að vera o.fl.
Þungun:
Þungaðar konur sem þjást af sjóveiki mega nota koffinátín í litlum skömmtum en best er að ráðfæra sig við lækni eða lyfjafræðing.
Þunguðum konum er ekki ráðlagt að nota engifer þar sem það er ekki staðfest hvort það geti haft skaðleg áhrif á fóstur.