Sjómannadagurinn er runninn upp en hátíðahöld helgarinnar halda áfram.
Dagskrá dagsins má sjá hér fyrir neðan:
10.00 Fánar dregnir að húni
13.00 Sjómannamessa í Landakirkju.
Séra Guðmundur Örn Jónsson predikar og þjónar fyrir altari.
Eftir messu verður minningarathöfn við minnisvarða hrapaðra og drukknaðra.
Lúðrasveit Vestmannaeyja leikur nokkur lög.
Blómsveigur lagður að minnisvarðanum.
Snorri Óskarsson stjórnar athöfninni.
14.00 Ölstofa The Brothers Brewery Sjómannalög, létt og þægileg stemming
Ölstofan er opin frá kl. 14-21.
14.30 Sjómannadagskaffi Eykyndilskvenna opnar í Akoges.
Hið árlega og frábæra kaffihlaðborð Eykyndilskvenna sem enginn ætti að
láta fram hjá sér fara.
15.00 Hátíðardagskrá á Stakkó
Lúðrasveit Vestmannaeyja leikur undir stjórn Jarls Sigurgeirssonar.
Heiðraðir aldnir sægarpar. Snorri Óskarsson.
Karlakór Vestmannaeyja flytur nokkur lög undir stjórn Þórhalls Barðasonar
Ræðumaður Sjómannadagsins er baráttukonan Heiðveig María Einarsdóttir.
Verðlaunaafhending fyrir Kappróður, Koddaslag, Lokahlaup, sjómannaþraut, Dorgveiðimót og Sjómannamótið í Golfi.
Leikfélagið, Fimleikafélagið Rán, hoppukastalar, popp og flos.




















Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst
Ekki liggja fyrir nýjar mælingar
Hvað er sjóveiki?
Sjóveiki er misræmi milli skynfæra líkamans sem senda boð til heilans um hreyfingu – kyrrstöðu.
Þegar einstaklingur er úti á sjó þá nema skynjarar í vökvafylltum gangi í innra eyra hreyfingu og senda boð til heilans að einstaklingur sé á hreyfingu. Augun senda hins vegar boð til heilans um að viðkomandi sé kyrr. Heilinn á erfitt með að vinna úr þessum misvísandi og ósamræmdu upplýsingum og sendir skilaboð til magans um að tæma sig – þ.e. veldur uppköstum.
Einkenni sjóveiki eru þreyta, ógleði, svimi, svitakóf og uppköst.
Góð ráð til að hindra sjóveiki:
Lyf við sjóveiki þ.e. lyf sem slá á einkennin og fást án lyfseðils í apóteki.
Önnur ráð:
Hvar í skipinu er best að vera o.fl.
Þungun:
Þungaðar konur sem þjást af sjóveiki mega nota koffinátín í litlum skömmtum en best er að ráðfæra sig við lækni eða lyfjafræðing.
Þunguðum konum er ekki ráðlagt að nota engifer þar sem það er ekki staðfest hvort það geti haft skaðleg áhrif á fóstur.