Það hefur ekki farið framhjá þeim sem hafa tekið bryggjurúnt síðustu daga töluvert hefur gengið á við smábátabryggjuna þar sem komin er skurður myndarleg grjóthrúga.
Brynjar Ólafsson framkvæmdarstjóri umhverfis- og framkvæmdasviðs Vestmannaeyjabæjar var ekki lengi að svara fyrirspurn Eyjafrétta um málið. “Það er verið að leggja nýjar fráveitulagnir frá Brattagarði yfir höfnina í land við Kleifar. Það er verið að endurnýja yfir 50 ára gamla lagnir.”
Nú styttist óðum í að ferðamenn fari að flykkjast til Vestmannaeyja og oftar en ekki leggja þeir leið sína um hafnarsvæðið. “Stefnt er á að bryggjan verði komin í eðlilegt horf í maí. Varðandi tímalínu um hvenær lagnirnar verða teknar í notkun get ég ekki með nákvæmni gefið það upp.”
Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst