Erla Rós Sigmarsdóttir til ÍBV

Erla Rós Sigmarsdóttir og handknattleiksdeild ÍBV hafa náð samkomulagi og hefur Erla Rós skrifað undir 1 árs samning út næsta keppnistímabil. Erlu Rós þarf ekki að kynna sérstaklega fyrir Eyjamönnum, en eins og allir vita lék hún upp alla yngri flokka með ÍBV og svo með meistaraflokki við góðan orðstír.

“Hún er frábær markvörður og verður góð viðbót í okkar öfluga kvennalið. Erla fór til Fram sumarið 2018 þar sem hún hefur lék 1 tímabil en hefur að undanförnu verið frá keppni í barnaeignarorlofi. Erla Rós lék með yngri landsliðum Íslands á sínum tíma og var á tíma búin að vinna sér inn sæti í landsliðshópnum. Við erum ótrúlega ánægð með að fá Erlu Rós aftur HEIM og hlökkum mikið til samstarfsins næsta vetur,” segir í tilkynningu frá ÍBV.

Nýjustu fréttir

Veit Inga hvað hún syngur?
Norðurinngangur við sjúkrahúsið opinn á ný
Viðhorf til bæjarstjóra í brennidepli í nýrri könnun
Vinnustofur í stað líkamsræktar?
Glacier Guys með nýtt föstudagslag
„Úttroðinn af loðnu”
Fréttapýramídar afhentir fyrir nýliðið ár
Karlar hvattir til að sýna handverk
Eyjafréttir
Friðhelgisyfirlýsing

Þessi vefsíða notar fótspor til að við getum veitt þér bestu notendaupplifun. Upplýsingar um fótspor eru geymdar í vafranum þínum og framkvæma aðgerðir eins og að þekkja þig þegar þú kemur aftur á vefsíðu okkar og hjálpa teymi okkar að skilja hvaða hluta vefsíðunnar þér finnst áhugaverðast og gagnlegast.