Karlalið ÍBV í handbolta og botnlið ÍR mættust í níundu umferð Olís deildar karla í Skógarseli í kvöld. Leiknum lauk með 36:36 jafntefli. Fyrri hálfleikurinn var jafn og skiptust liðin á að leiða. Þrír leikmenn fengu að líta rauða spjaldið í fyrri hálfleik, Nathan Doku Helgi Asare og Nökkvi Blær Hafþórsson leikmenn ÍR og Ísak Rafnsson leikmaður ÍBV. Eyjamenn fóru með eins marks forystu inn í hálfleikinn, 18:19.
Seinni hálfleikur spilaðist á svipaðan hátt og sá fyrri en ÍR komust þremur mörkum yfir, 30:27, þegar stundarfjórðungur var eftir. Eyjamenn voru einu marki yfir þegar tvær mínútur voru til leiksloka en ÍR náði að jafna leikinn undir lokin. Lokatölur 36:36. Eftir níu umferðir eru Eyjamenn í 3. sæti með 11 stig. ÍR sitja í neðsta sæti með 2 stig.
Baldur Fritz Bjarnason leikmaður ÍR var markahæstur í leiknum með 13 mörk. Andri Erlingsson og Sveinn José Rivera voru markahæstir í liði ÍBV með 7 mörk hvor. Morgan Goði Garner varði 6 skot í marki Eyjamanna.
Mörk ÍBV: Andri Erlingsson 7 mörk, Sveinn José Rivera 7, Dagur Arnarsson 5, Gabríel Martinez Róbertsson 5, Egill Oddgeir Stefánsson 3, Nökkvi Snær Óðinsson 2, Róbert Sigurðsson 2, Sigtryggur Daði Rúnarsson 2, Anton Frans Sigurðsson 1, Haukur Leó Magnússon 1, Ísak Rafnsson 1.




















Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst