Eyjarnar hafa landað ótt og títt fyrir austan
Eyjarnar við bryggju í Eyjum.

Ísfisktogararnir Vestmannaey VE og Bergey VE hafa verið að veiðum austur af landinu það sem af er septembermánuði og hafa þeir landað ótt og títt í Neskaupstað frá þessu er greint á vef Síldarvinnslunnar. Bergey landaði sl. sunnudag og aftur sl. miðvikudag og Vestmannaey landaði sl. mánudag og aftur í gær. Veiðin hefur verið þokkaleg hjá skipunum og þau hafa landað þétt til að tryggja vinnsluhúsum hráefni. Að sögn Arnars Richardssonar, rekstrarstjóra Bergs-Hugins, er haustbragur yfir veiðunum og farið að bera á brælum eftir einmunatíð í allt sumar fyrir austan. Segir hann að gert sé ráð fyrir að skipin landi í Vestmannaeyjum eftir helgina.

Nýjustu fréttir

Elliði með fimm mörk í stórsigri Íslands
Herjólfur í Þorlákshöfn í dag og á morgun
Orkumálin til skoðunar hjá ráðherra
Dagvistunarmál til umræðu á fundi fræðsluráðs
Veit Inga hvað hún syngur?
Norðurinngangur við sjúkrahúsið opinn á ný
Viðhorf til bæjarstjóra í brennidepli í nýrri könnun
Vinnustofur í stað líkamsræktar?
Eyjafréttir
Friðhelgisyfirlýsing

Þessi vefsíða notar fótspor til að við getum veitt þér bestu notendaupplifun. Upplýsingar um fótspor eru geymdar í vafranum þínum og framkvæma aðgerðir eins og að þekkja þig þegar þú kemur aftur á vefsíðu okkar og hjálpa teymi okkar að skilja hvaða hluta vefsíðunnar þér finnst áhugaverðast og gagnlegast.