Á morgun, miðvikudaginn 5. nóvember milli kl. 17.30 og 19.00 munu fermingarbörn í Landakirkju ganga í hús og safna fyrir vatnsverkefni Hjálparstarfs kirkjunnar. Hér er um hina árlegu söfnun fermingarbarna að ræða. Fyrir söfnunina hafa fermingarbörnin fengið fræðslu um verkefnið, sem snýst um að safna fyrir vatnsbrunnum í Eþíópíu og Úganda.
Það er ágætt að hafa í huga að það er grundvallaratriði í kristinni trú að hugsa vel um náungann. Allir eiga rétt á því að fá grunnþörfum sínum um að eiga heimili, mat, föt og menntun fullnægt. Það má enginn taka svo mikið fyrir sig, jafnvel þótt hann hafi efni á því, ef einhver annar hefur ekki nóg. Það er einmitt ástæðan fyrir því að fermingarbörn gefa af tíma sínum í þessa söfnun.
Við hvetjum bæjarbúa til þess að taka vel á móti fermingarbörnum, sem hafa ávallt staðið sig vel og safnað drjúgum upphæðum í þessu verkefni sem hefur komið sér vel fyrir svæði þar sem vatnsskortur er viðvarandi vandamál, segir í tilkynningu frá prestunum í Landakirkju.




















Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst
Ekki liggja fyrir nýjar mælingar
Hvað er sjóveiki?
Sjóveiki er misræmi milli skynfæra líkamans sem senda boð til heilans um hreyfingu – kyrrstöðu.
Þegar einstaklingur er úti á sjó þá nema skynjarar í vökvafylltum gangi í innra eyra hreyfingu og senda boð til heilans að einstaklingur sé á hreyfingu. Augun senda hins vegar boð til heilans um að viðkomandi sé kyrr. Heilinn á erfitt með að vinna úr þessum misvísandi og ósamræmdu upplýsingum og sendir skilaboð til magans um að tæma sig – þ.e. veldur uppköstum.
Einkenni sjóveiki eru þreyta, ógleði, svimi, svitakóf og uppköst.
Góð ráð til að hindra sjóveiki:
Lyf við sjóveiki þ.e. lyf sem slá á einkennin og fást án lyfseðils í apóteki.
Önnur ráð:
Hvar í skipinu er best að vera o.fl.
Þungun:
Þungaðar konur sem þjást af sjóveiki mega nota koffinátín í litlum skömmtum en best er að ráðfæra sig við lækni eða lyfjafræðing.
Þunguðum konum er ekki ráðlagt að nota engifer þar sem það er ekki staðfest hvort það geti haft skaðleg áhrif á fóstur.