Fimm verkefni hlutu styrk

Samningar vegna styrkja úr þróunarsjóði leik-, grunn- og tónlistarskóla voru undirritaðir þann 23. maí sl. í Einarsstofu.

Fram kemur í fundargerð fræðsluráðs að markmiðið með þróunarsjóði leik-, grunn- og tónlistarskóla sé að stuðla að þróunar- og nýsköpunarstarfi í skólunum.

Fimm verkefni hlutu styrk úr þróunarsjóðunum þetta árið og eru þau eftirfarandi:

– Heimasíða fyrir heimilisfræði í GRV (Barnaskóla).
– Innleiðing Barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna, Réttindaskóli UNICEF.
– Lausnahringurinn.
– Lestrarhestarnir.
– Stigskipt nám í stærðfræði í anda þróunarverkefnisins Kveikjum neistann – leiðarljós í stærðfræði á mið- og unglingastigi.

Í afgreiðslu fræðsluráðs er styrkþegum óskað innilega til hamingju með styrkina og er tilhlökkun að fylgjast með framþróun þessara spennandi verkefna.

Nýjustu fréttir

Elliði Snær skoraði átta mörk í jafntefli Íslands
Fylgi flokkanna í Eyjum
Komu inn vegna veðurs
Afslættir hverfa með bættu raforkuöryggi
Jason Stefánsson meðal útskriftarnema FÍV 
Foreign Monkeys gefa út þriðju breiðskífu sína – „III“
Úttekt á fasteignagjöldum ársins
Mikil gróska í fimleikastarfi og mót framundan
Eyjafréttir
Friðhelgisyfirlýsing

Þessi vefsíða notar fótspor til að við getum veitt þér bestu notendaupplifun. Upplýsingar um fótspor eru geymdar í vafranum þínum og framkvæma aðgerðir eins og að þekkja þig þegar þú kemur aftur á vefsíðu okkar og hjálpa teymi okkar að skilja hvaða hluta vefsíðunnar þér finnst áhugaverðast og gagnlegast.