Fleiri nýta sér frístundastyrki
Styrkirnir nýtast m.a. hjá Rán fimleikafélagi.

Á fundi Fjölskyldu- og tómstundaráðs í síðasta mánuði fór Eyrún Haraldsdóttir verkefnastjóri æskulýðs- og tómstundamála  yfir nýtingu frístundastyrkjarins fyrir árið 2024. Alls eru 946 börn á aldrinum 2 til 18 ára sem eiga rétt á frístundastyrk.

Alls voru greiddir út 1034 frístundastyrkir árið 2024 sem skiptust niður á 706 einstaklinga eða 74,6% barna. Það voru 389 drengir (55%) og 317 stúlkur (45%). Það er aukning frá árinu áður þar sem 672 einstaklingar nýttu sér frístundastyrk í 815 umsóknum.

Hægt er að nýta frístundastyrkinn í mismunandi tómstunda- og íþróttastarf. Mest er styrkurinn nýttur til að greiða félagsgjöld hjá ÍBV íþróttafélagi. En einnig er hann nýttur hjá Rán fimleikafélagi, Tónlistarskóla Vestmannaeyja, Golfklúbbi Vestmannaeyja, Karate, Hressó og fleiri.

 

Nýjustu fréttir

Saltfisksala hjá meistaraflokkum ÍBV
ÍBV með mikilvægan sigur á ÍR
Kveikjum neistann: Jákvæðar vísbendingar
Hvattning til Eyjamanna
Heilsuefling starfsfólks fær aukið vægi
Handhafar Frétta-píramída 1992-95
ÍBV sækir ÍR heim
Siglt til Þorlákshafnar
Eyjafréttir
Friðhelgisyfirlýsing

Þessi vefsíða notar fótspor til að við getum veitt þér bestu notendaupplifun. Upplýsingar um fótspor eru geymdar í vafranum þínum og framkvæma aðgerðir eins og að þekkja þig þegar þú kemur aftur á vefsíðu okkar og hjálpa teymi okkar að skilja hvaða hluta vefsíðunnar þér finnst áhugaverðast og gagnlegast.