Flugeldasorp á ekki heima í heimilistunnum
Ráðhús Vestmannaeyja. Myndin er tekin á gamlárskvöld. Eyjafréttir/Eyjar.net: ÓPF

Vestmannaeyjabær vekur athygli á því á vefsvæði sínu að flugeldasorp á ekki heima í heimilistunnum. Þar er bent á að endurvinnslusvæði Terra opni þann 2. janúar og þar verður að finna gáma undir flugeldasorp. Terra hefur einnig gefið út leiðbeiningar um flokkun á flugeldaúrgangi.

Stjörnuljós má flokka í ílát undir málma. Ósprungna flugelda skal alltaf meðhöndla og flokka sem spilliefni. Pappinn sem finna má í ýmsum flugeldum er ekki hæfur til endurvinnslu en ástæðan er leirinn sem er notaður í botninn t.d á flugeldaskottertum. Vinsamlegast setjið þann úrang ekki í pappírstunnu heimilisins.

Hér má sjá nánar frétt á vef Terra

Nýjustu fréttir

Góður mánudagur sem varð enn betri!
Fimm skip til loðnuleitar
Löndun Breka VE í Grundarfirði – flókið verkefni og fumlaus vinnubrögð
Gong slökun, endurstilling í hraða nútímans
Bæjarráð gagnrýnir samgönguáætlun
Elliði með fimm mörk í stórsigri Íslands
Herjólfur í Þorlákshöfn í dag og á morgun
Orkumálin til skoðunar hjá ráðherra
Eyjafréttir
Friðhelgisyfirlýsing

Þessi vefsíða notar fótspor til að við getum veitt þér bestu notendaupplifun. Upplýsingar um fótspor eru geymdar í vafranum þínum og framkvæma aðgerðir eins og að þekkja þig þegar þú kemur aftur á vefsíðu okkar og hjálpa teymi okkar að skilja hvaða hluta vefsíðunnar þér finnst áhugaverðast og gagnlegast.