Samkvæmt upplýsingum frá Norlandair mun flug milli Reykjavíkur og Vestmannaeyja hefjast á ný í desember. Áætlunin gerir ráð fyrir einni ferð á föstudögum, sunnudögum og mánudögum og tveim á fimmtudögum. Áætlunin tekur gildir frá 1. desember 2025 og stendur til 28. febrúar 2026.
Með þessu verður íbúum og ferðalöngum boðið upp á bættar samgöngur milli Reykjavíkur og Vestmannaeyja.
Norlandair hefur nú opnað fyrir bókanir og geta farþegar þegar farið að tryggja sér sæti á þessum nýju flugum inn á norlandair.is




















Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst