Gamlársganga/hlaup 2025
Mynd frá úr safni frá Gamlárshlaupinu.

Hin árlega Gamlársganga verður farin á morgun, gamlársdag. Gengið er til styrktar Krabbavarnar í Vestmannaeyjum og verður farið af stað frá Höfðabóli klukkan 11:00.

Tvær leiðir eru í boði: 

Leið 1 liggur frá Höfðabóli, um Höfðaveg, Illugagötu, Hlíðarveg, Strandveg og endar á Tanganum.
Leið 2 liggur frá Höfðabóli, um Hamarinn, Hlíðarveg, Strandveg og endar einnig á Tanganum.

Allir þátttakendur hlaupa/ganga á sínum hraða og endar hlaupið svo á veitingastaðnum Tanganum þar sem boðið verður upp á súpu og brauð.

Þátttökugjald er 2.000 krónur og rennur allur ágóðinn óskiptur til Krabbavarnar í Vestmannaeyjum. Skipuleggjendur hvetja bæjarbúa til að taka þátt, hreyfa sig saman og leggja málefninu lið á síðasta degi ársins.

Nýjustu fréttir

Góður mánudagur sem varð enn betri!
Fimm skip til loðnuleitar
Löndun Breka VE í Grundarfirði – flókið verkefni og fumlaus vinnubrögð
Gong slökun, endurstilling í hraða nútímans
Bæjarráð gagnrýnir samgönguáætlun
Elliði með fimm mörk í stórsigri Íslands
Herjólfur í Þorlákshöfn í dag og á morgun
Orkumálin til skoðunar hjá ráðherra
Eyjafréttir
Friðhelgisyfirlýsing

Þessi vefsíða notar fótspor til að við getum veitt þér bestu notendaupplifun. Upplýsingar um fótspor eru geymdar í vafranum þínum og framkvæma aðgerðir eins og að þekkja þig þegar þú kemur aftur á vefsíðu okkar og hjálpa teymi okkar að skilja hvaða hluta vefsíðunnar þér finnst áhugaverðast og gagnlegast.