Hin árlega Gamlársganga verður farin á morgun, gamlársdag. Gengið er til styrktar Krabbavarnar í Vestmannaeyjum og verður farið af stað frá Höfðabóli klukkan 11:00.
Tvær leiðir eru í boði:
Leið 1 liggur frá Höfðabóli, um Höfðaveg, Illugagötu, Hlíðarveg, Strandveg og endar á Tanganum.
Leið 2 liggur frá Höfðabóli, um Hamarinn, Hlíðarveg, Strandveg og endar einnig á Tanganum.
Allir þátttakendur hlaupa/ganga á sínum hraða og endar hlaupið svo á veitingastaðnum Tanganum þar sem boðið verður upp á súpu og brauð.
Þátttökugjald er 2.000 krónur og rennur allur ágóðinn óskiptur til Krabbavarnar í Vestmannaeyjum. Skipuleggjendur hvetja bæjarbúa til að taka þátt, hreyfa sig saman og leggja málefninu lið á síðasta degi ársins.




















Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst