Nóttin hjá lögreglunni í Vestmannaeyjum var tiltölulega róleg, að sögn Karls Gauta Hjaltasonar, lögreglustjóra. Hann segir í samtali við Eyjafréttir/Eyjar.net að gerð hafi verið upptæk eggvopn hjá tveimur aðilum. Þá gistu tveir fangageymslur og upp komu tvö til þrjú minniháttar fíkniefnamál.
Karl Gauti segir gríðalegan fjölda komin í bæinn. Hans tilfinning sé að það sé mun meira af fólki komið á fimmtudegi en oft áður. Þá segir hann að Herjólfur hafi komið fulllestaður í fyrstu ferð dagsins og á hann von á að allar ferðir verði uppseldar í skipið í dag. Hvað varðar veðrið segir hann að veðurspáin sé ekki glæsileg. „Við erum með sérstakan viðbúnað útaf vindaspánni á morgun.“ segir hann en Veðurstofan hefur gefið út gula viðvörun sem tekur gildi snemma í fyrramálið.





















Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst
Ekki liggja fyrir nýjar mælingar
Hvað er sjóveiki?
Sjóveiki er misræmi milli skynfæra líkamans sem senda boð til heilans um hreyfingu – kyrrstöðu.
Þegar einstaklingur er úti á sjó þá nema skynjarar í vökvafylltum gangi í innra eyra hreyfingu og senda boð til heilans að einstaklingur sé á hreyfingu. Augun senda hins vegar boð til heilans um að viðkomandi sé kyrr. Heilinn á erfitt með að vinna úr þessum misvísandi og ósamræmdu upplýsingum og sendir skilaboð til magans um að tæma sig – þ.e. veldur uppköstum.
Einkenni sjóveiki eru þreyta, ógleði, svimi, svitakóf og uppköst.
Góð ráð til að hindra sjóveiki:
Lyf við sjóveiki þ.e. lyf sem slá á einkennin og fást án lyfseðils í apóteki.
Önnur ráð:
Hvar í skipinu er best að vera o.fl.
Þungun:
Þungaðar konur sem þjást af sjóveiki mega nota koffinátín í litlum skömmtum en best er að ráðfæra sig við lækni eða lyfjafræðing.
Þunguðum konum er ekki ráðlagt að nota engifer þar sem það er ekki staðfest hvort það geti haft skaðleg áhrif á fóstur.