Nóttin hjá lögreglunni í Vestmannaeyjum var tiltölulega róleg, að sögn Karls Gauta Hjaltasonar, lögreglustjóra. Hann segir í samtali við Eyjafréttir/Eyjar.net að gerð hafi verið upptæk eggvopn hjá tveimur aðilum. Þá gistu tveir fangageymslur og upp komu tvö til þrjú minniháttar fíkniefnamál.
Karl Gauti segir gríðalegan fjölda komin í bæinn. Hans tilfinning sé að það sé mun meira af fólki komið á fimmtudegi en oft áður. Þá segir hann að Herjólfur hafi komið fulllestaður í fyrstu ferð dagsins og á hann von á að allar ferðir verði uppseldar í skipið í dag. Hvað varðar veðrið segir hann að veðurspáin sé ekki glæsileg. „Við erum með sérstakan viðbúnað útaf vindaspánni á morgun.“ segir hann en Veðurstofan hefur gefið út gula viðvörun sem tekur gildi snemma í fyrramálið.
Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst