Hæsti lottópottur sögunnar !
Uppgreiðsla á húsnæðislánum það fyrsta á dagskránni
lotto
Mynd/samsett

Lottópotturinn síðasta laugardag var sjöfaldur og voru rétt tæpar 160 milljónir í pottinum sem er nýtt met. Rúmlega 20 þúsund manns fengu vinning í útdrættinum en tvær konur, báðar í kringum fertugt, voru þó heppnastar allra þar sem þær voru með allar fimm tölurnar réttar og skiptu því fyrsta vinningi á milli sín. Fengu þær rúmar 79,2 skattfrjálsar milljónir króna í vinning hvor, segir í tilkynningu frá Íslenskri getspá.

Önnur er með miðann sinn í áskrift og sagðist aldrei skoða miðann sinn og í raun bara aldrei spá neitt í hann, hún sæi þó vinninga lagða inn á kortið sitt við og við. Því kom símtalið sem hún fékk frá Íslenskri getspá á mánudagsmorgun henni skemmtilega á óvart. Konan, sem á stóra fjölskyldu bæði af börnum og systkinum sagðist ætla að halda vinningnum leyndum og að fyrsta verk yrði að greiða upp húsnæðislánið og svo njóta þess að sjá fjárhagsáhyggjurnar hverfa.

Hinn vinningshafinn hafði keypt sinn miða í lottóappinu eftir að hafa fengið áminningu í símann um sjöfaldan fyrsta vinning. Ákvað hún því að festa kaup á miða og valdi tölurnar sjálf af handahófi. Hennar fyrsta svar um í hvað peningarnir yrðu notaðir var það sama og hjá hinum vinningshafanum; að greiða strax niður húsnæðislánið og svo að geta gert eitthvað skemmtilegt með fjölskyldunni.

Við óskum vinningshöfunum öllum innilega til hamingju og þökkum um leið veittan stuðning sem skiptir gríðarlega miklu máli fyrir fatlað fólk, sem og íþrótta- og ungmennafélögin í landinu þar sem þau njóta góðs af allri sölu Lottó, segir í tilkynningunni.

Nýjustu fréttir

Glacier Guys með nýtt föstudagslag
„Úttroðinn af loðnu”
Fréttapýramídar afhentir fyrir nýliðið ár
Karlar hvattir til að sýna handverk
Guðbrandur Einarsson segir af sér þingmennsku
Mikill áhugi á Eyjagöngum
Saltfisksala hjá meistaraflokkum ÍBV
ÍBV með mikilvægan sigur á ÍR
Eyjafréttir
Friðhelgisyfirlýsing

Þessi vefsíða notar fótspor til að við getum veitt þér bestu notendaupplifun. Upplýsingar um fótspor eru geymdar í vafranum þínum og framkvæma aðgerðir eins og að þekkja þig þegar þú kemur aftur á vefsíðu okkar og hjálpa teymi okkar að skilja hvaða hluta vefsíðunnar þér finnst áhugaverðast og gagnlegast.