Haftyrðlar í vanda staddir

Upp á síðkastið hafa borist tilkynningar til Náttúrufræðistofnunar Íslands um haftyrðla í vanda. Er þá um að ræða fugla sem hafa hrakist upp á land í óveðrum og strandað þar en haftyrðlar eru ófærir um að hefja sig til flugs af landi.

Á vef Náttúrufræðistofnunar er tekið fram að ef ekki sér á fuglunum er fólki ráðlagt að fara með þá niður að sjó og sleppa þeim þar. Haftyrðill er hánorræn tegund og var hér sjaldgæfur varpfugl á norðanverðu landinu fram undir aldamótin síðustu. Ekki hefur orðið vart við varp síðan þá en haftyrðlar eru algengir vetrargestir á hafinu í kringum Ísland.

Nýjustu fréttir

Spáð í spilin fyrir stórleikinn í kvöld á EM
Tíðarandi liðinna ára í myndum í Sagnheimum
Handbolti, loðnukvóti og prófkjör
Áskorun til Vestmannaeyinga 
Skipar sjö manna fagráð
Skráning stendur yfir í Lífshlaupið
Foreldrar Elliða stolt á leið til Danmerkur
Dýpi ekki nægjanlegt í Landeyjahöfn — Herjólfur fer til Þorlákshafnar
Eyjafréttir
Friðhelgisyfirlýsing

Þessi vefsíða notar fótspor til að við getum veitt þér bestu notendaupplifun. Upplýsingar um fótspor eru geymdar í vafranum þínum og framkvæma aðgerðir eins og að þekkja þig þegar þú kemur aftur á vefsíðu okkar og hjálpa teymi okkar að skilja hvaða hluta vefsíðunnar þér finnst áhugaverðast og gagnlegast.