Helgi hefur samið við ÍBV til 3 ára og tekur við sem aðalþjálfari liðsins, þetta var kynnt á fjölmiðlafundi í dag sem ÍBV boðaði til. Hann tekur við af Ian Jeffs tók við stjórnartaumunum tímabundið í sumar eftir að Portúgalinn Pedro Hipólito var rekinn á miðju tímabili. Ian Jeffs verður aðstoðarþjálfari með Helga.
Helgi hóf þjálfara ferilinn sem aðstoðarþjálfari hjá uppeldisfélagi sínu Víkingi en Helgi hefur undanfarin þrjú ár verið þjálfari Fylkis. Hann kom liðinu upp úr Inkasso á sínu fyrsta ári en liðið hafnaði í 8. sæti í Pepsi Max deildinni í sumar. Stjórn Fylkis ákvað í lok nýliðins tímabil að skipta um þjálfara.
ÍBV bindur miklar vonir við komu Helga til ÍBV.



















Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst