Herjólfur í Eyjum - Óvissa með framhaldið
21. nóvember, 2022
Eftir að bilun kom upp í framhlera á Herjólfi í gærkvöldi  horfum við fram á verulega röskun á samgöngum milli lands og Eyja.
Herjólfur sigldi frá bryggju í Þorlákshöfn kl. 02:15 og liggur nú við bryggju í Vestmannaeyjum þar sem unnið er að viðgerð. Á heimasíðu Herjólfs segir að fyrri ferð dagsins í Þorlákshöfn falli niður. Varðandi seinni ferð verður gefin út tilkynning kl. 15:00 í dag.
Mikillar óánægju gætti meðal farþega í gær sem þurftu að bíða í fimm til sex tíma eftir því að komast til Eyja. Meðal annars voru íþróttakrakkar um borð og voru foreldrar ekki sáttir því litlar upplýsingar var að hafa.
Ljóst er að af þessu er verulegt óhagræði bæði fyrir farþega og atvinnulíf. Fiskur bíður flutnings uppi á landi, von var á stórum krana fyrir Gúnanóið þar sem líka vantaði varahlut.
Þetta sýnir veika stöðu Vestmannaeya í samgöngum. Skip og búnaður geta bilað og ekkert við því að segja en krafa um flug milli lands og Eyja hlýtur að verða háværari eftir þessa reynslu.
Facebook
X
LinkedIn
Pinterest
Reddit
Email
Print
Skoða blaðið á netinu
6. tbl. 2025
6. tbl. 2025

NÝBURAR

76e2af77 02d9 48eb B73a 24c32e2403ac
4. janúar 2025
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík.
Katrín Rós Óðinsdóttir og Sæþór Örn Garðarsson.
Mest lesið
Fylgstu með

Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst

Eyjafréttir
Friðhelgisyfirlýsing

Þessi vefsíða notar fótspor til að við getum veitt þér bestu notendaupplifun. Upplýsingar um fótspor eru geymdar í vafranum þínum og framkvæma aðgerðir eins og að þekkja þig þegar þú kemur aftur á vefsíðu okkar og hjálpa teymi okkar að skilja hvaða hluta vefsíðunnar þér finnst áhugaverðast og gagnlegast.