Námskeiðinu Nýsköpun og stofnun fyrirtækja í Háskóla Reykjavíkur lauk á föstudaginn með lokahófi þar sem vinningslið hlutu verðlaun og nemendurnir fengu tækifæri til að gleðjast saman yfir afrakstri síðustu þriggja vikna. Nemendur í Haftengdri nýsköpun hlutu verðlaun fyrir hugmynd sína í tengslum við samfélagslega ábyrgð.
Langstærsta þriggja vikna námskeiðið sem kennt er í HR er Nýsköpun og stofnun fyrirtækja en í ár tóku yfir 500 nemendur þátt í því. Þeir mynda 4-5 manna hópa og því voru hóparnir, og þar af leiðandi nýsköpunarhugmyndirnar, um 100 talsins í ár. Nemendurnir setja fram nýja viðskiptahugmynd og gera viðskiptaáætlun og kynnast því nýsköpun og frumkvöðlastarfsemi, gerð viðskiptaáætlunar og þverfaglegri samvinnu strax í upphafi námsins. Sérfræðingar frá HR og úr atvinnulífinu leiðbeina hópunum í gegnum ferlið og stýra þeim í gegnum svokallaðan hönnunarsprett.
Mazu, öryggishjálmur fyrir sjómenn
Veitt eru sérstök verðlaun fyrir þá hugmynd sem þykir hafa sérstaklega góð áhrif á samfélagið. Þau verðlaun í ár hlutu Mazu, öryggishjálmur sem er hannaður fyrir sjómenn og gæti bjargað lífum þeirra. Búnaðurinn býður upp á þráðlaus fjarskipti, neyðarsendi og ljósmerki.





















Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst
Ekki liggja fyrir nýjar mælingar
Hvað er sjóveiki?
Sjóveiki er misræmi milli skynfæra líkamans sem senda boð til heilans um hreyfingu – kyrrstöðu.
Þegar einstaklingur er úti á sjó þá nema skynjarar í vökvafylltum gangi í innra eyra hreyfingu og senda boð til heilans að einstaklingur sé á hreyfingu. Augun senda hins vegar boð til heilans um að viðkomandi sé kyrr. Heilinn á erfitt með að vinna úr þessum misvísandi og ósamræmdu upplýsingum og sendir skilaboð til magans um að tæma sig – þ.e. veldur uppköstum.
Einkenni sjóveiki eru þreyta, ógleði, svimi, svitakóf og uppköst.
Góð ráð til að hindra sjóveiki:
Lyf við sjóveiki þ.e. lyf sem slá á einkennin og fást án lyfseðils í apóteki.
Önnur ráð:
Hvar í skipinu er best að vera o.fl.
Þungun:
Þungaðar konur sem þjást af sjóveiki mega nota koffinátín í litlum skömmtum en best er að ráðfæra sig við lækni eða lyfjafræðing.
Þunguðum konum er ekki ráðlagt að nota engifer þar sem það er ekki staðfest hvort það geti haft skaðleg áhrif á fóstur.