Hlutu verðlaun fyrir öryggishjálm fyrir sjómenn
Í hópnum eru: Erlendur Ágúst Stefánsson, Guðrún Ósk Jóhannesdóttir, Halla Kristín Kristinsdóttir, Oddný Karólína Hafsteinsdóttir, Sigurður Björn Oddgeirsson og Thelma Sveinsdóttir. Þau eru öll nemendur í haftengdri nýsköpun.

Námskeiðinu Nýsköpun og stofnun fyrirtækja í Háskóla Reykjavíkur lauk á föstudaginn með lokahófi þar sem vinningslið hlutu verðlaun og nemendurnir fengu tækifæri til að gleðjast saman yfir afrakstri síðustu þriggja vikna. Nemendur í Haftengdri nýsköpun hlutu verðlaun fyrir hugmynd sína í tengslum við samfélagslega ábyrgð.

Langstærsta þriggja vikna námskeiðið sem kennt er í HR er Nýsköpun og stofnun fyrirtækja en í ár tóku yfir 500 nemendur þátt í því. Þeir mynda 4-5 manna hópa og því voru hóparnir, og þar af leiðandi nýsköpunarhugmyndirnar,  um 100 talsins í ár. Nemendurnir setja fram nýja viðskiptahugmynd og gera viðskiptaáætlun og kynnast því nýsköpun og frumkvöðlastarfsemi, gerð viðskiptaáætlunar og þverfaglegri samvinnu strax í upphafi námsins. Sérfræðingar frá HR og úr atvinnulífinu leiðbeina hópunum í gegnum ferlið og stýra þeim í gegnum svokallaðan hönnunarsprett.

Mazu, öryggishjálmur fyrir sjómenn
Veitt eru sérstök verðlaun fyrir þá hugmynd sem þykir hafa sérstaklega góð áhrif á samfélagið. Þau verðlaun í ár hlutu Mazu, öryggishjálmur sem er hannaður fyrir sjómenn og gæti bjargað lífum þeirra. Búnaðurinn býður upp á þráðlaus fjarskipti, neyðarsendi og ljósmerki.

Nýjustu fréttir

Veit Inga hvað hún syngur?
Norðurinngangur við sjúkrahúsið opinn á ný
Viðhorf til bæjarstjóra í brennidepli í nýrri könnun
Vinnustofur í stað líkamsræktar?
Glacier Guys með nýtt föstudagslag
„Úttroðinn af loðnu”
Fréttapýramídar afhentir fyrir nýliðið ár
Karlar hvattir til að sýna handverk
Eyjafréttir
Friðhelgisyfirlýsing

Þessi vefsíða notar fótspor til að við getum veitt þér bestu notendaupplifun. Upplýsingar um fótspor eru geymdar í vafranum þínum og framkvæma aðgerðir eins og að þekkja þig þegar þú kemur aftur á vefsíðu okkar og hjálpa teymi okkar að skilja hvaða hluta vefsíðunnar þér finnst áhugaverðast og gagnlegast.