Hreinsunardagur ÍBV
hasteinsvollur_2017.jpg
Hásteinsvöllur. Eyjafréttir/Eyjar.net: TMS

Á morgun, laugardag á milli kl. 13 og 15 ætlar ÍBV að halda Hreinsunardag.  Mæting er við Hásteinsvöll og á að taka til á því svæði og þar í kring.

Í lokin verður öllum boðið  í grill og þá verður einnig ís í boði fyrir börnin. Í tilkynningu frá félaginu eru bæjarbúar hvattir til að leggja málefninu lið og mæta og gera svæðið fegurra sem og að gera sér glaðan dag í leiðinni.

„ÍBV vill með þessu leggja sitt að mörkum til Stóra Plokkdagsins sem er annars á sunnudeginum  En þar sem við ætlum mörg hver að fylgja handboltapeyjunum okkar í leik þeirra gegn FH á sunnudeginum í Hafnarfirði, þá ætlum við að taka forskot á daginn með því að hreinsa vel í kringum okkur á laugardeginum.“ segir að endingu í tilkynningunni.

Nýjustu fréttir

Fréttapýramídar afhentir fyrir nýliðið ár
Karlar hvattir til að sýna handverk
Guðbrandur Einarsson segir af sér þingmennsku
Mikill áhugi á Eyjagöngum
Saltfisksala hjá meistaraflokkum ÍBV
ÍBV með mikilvægan sigur á ÍR
Kveikjum neistann: Jákvæðar vísbendingar
Hvattning til Eyjamanna
Eyjafréttir
Friðhelgisyfirlýsing

Þessi vefsíða notar fótspor til að við getum veitt þér bestu notendaupplifun. Upplýsingar um fótspor eru geymdar í vafranum þínum og framkvæma aðgerðir eins og að þekkja þig þegar þú kemur aftur á vefsíðu okkar og hjálpa teymi okkar að skilja hvaða hluta vefsíðunnar þér finnst áhugaverðast og gagnlegast.