Hver er staða hitaveitusjóðsins?
9. desember, 2025

Í framhaldi af greinaskrifum hér á Eyjafréttum sem m.a. vörðuðu stöðu fjármála Vestmannaeyjabæjar höfum við hjá Eyjafréttum ákveðið að taka saman peningalegar eignir bæjarins og rifja upp söluna á um 7% hlut bæjarins í Hitaveitu Suðurnesja árið 2006. 

Bærinn var mjög skuldsettur 2006 

Samkvæmt ársreikningi árið 2006 átti bærinn einungis 120 milljónir kr í handbært fé og skuldaði 1.500 milljónir ásamt því að leigja töluvert af fasteignum til sín á þessum tíma, s.s. barnaskólann. Að teknu tilliti til þessarar leiguskuldar mætti leggja rök fyrir því að bærinn hafi skuldað um 8 milljarða á núvirði. 

 

Geysir Green Energy keypti 28,4% hlut sveitarfélaganna í hitaveitunni árið 2007 og greiddi 15 milljarða fyrir bréfin. Vestmannaeyjabær fékk um 3,6 milljarða fyrir sinn 7% eignarhlut sem nemur tæpum 9 milljörðum að núvirði. Fjárhagsstaða bæjarins hafði því snúist rækilega við á einni nóttu og bærinn hafði nú dágóðan sjóð til framkvæmda. 

Tækifærið var nýtt til að kaupa aftur fasteignir sem seldar voru á sínum tíma til Eignarhaldsfélagsins Fasteignar ásamt því að borga niður stærstu bankalán. Ekki fékkst heimild til að borga niður eitt af bankalánunum en það lán var með lokagjalddaga í fyrra og var þá bærinn loksins skuldlaus. 

Elliði Vignisson þáverandi bæjarstjóri sagði um söluna á þessum tíma: „Vestmannaeyjabær er afar sáttur við söluna. Við höfum alla tíð lagt áherslu á góða þjónustu við bæjarbúa og teljum það hlutverk okkar að haga fjárfestingum sveitarfélagsins í samræmi við það. Um leið og þessi sala gefur Vestmannaeyjabæ aukin tækifæri til að ráðast í þarfar framkvæmdir sem auka enn þjónustu við bæjarbúa verður áhersla áfram lögð á hagræðingu og aðhald í rekstri.” 

Sjóðurinn úr fjórum í einn milljarð 

Við sölu á hlutafé bæjarins á 7% hlut í hitaveitunni varð til myndarlegur sjóður sem hefur nýst til margvíslegrar framkvæmda og hefur vaxið og dregist saman. Þannig stækkaði sjóðurinn úr 1,5-2 milljörðum á núvirði í tæpa 4 milljarða á 6-7 árum en bærinn skilaði góðri afkomu á tímabilinu. Í dag reiknum við hjá Eyjafréttum að sjóðurinn sé rúmlega einn milljarður. 

Bærinn hefur lagt í margvíslegar framkvæmdir frá sölu hitaveitunnar, s.s. knattspyrnuhúsið, bætt útisvæði í sundlauginni, Eldheimar, búningsaðstaða við Hásteinsvöll, Ægisgötu, nýja slökkviliðsstöð, endurbætur á Ráðhúsinu og nú er í burðarliðnum listaverk á Eldfelli. 

Sjóðurinn, og sú ávöxtun sem fjármagnið hefur gefið, hefur því nýst vel á síðustu 20 árum við fjölbreytta uppbyggingu en Eyjafréttir tóku í fyrra saman kostnað við nýjustu framkvæmdir.  

 

Súluritið sýnir nettó peningalegar eignir bæjarins sem við skilgreinum sem handbært fé og fjárfestingaeignir að frádregnum vaxtaberandi skuldum og leiguskuldum. Einnig er tekið tillit til þess að hluti af fjárfestingaeignum bæjarins eru í raun eignir hafnarsjóðs sem safnar upp sjóð með innheimtu hafnargjalda frá útgerðum til að standa undir stórum fjárfestingum í höfninni. Þá eign getur bæjarsjóður ekki nýtt í aðra uppbyggingu og er því hér dregin frá. Einnig er tekið tillit til láns bæjarins til Eyglóar vegna ljósleiðaravæðingarinnar. Árið 2013 keypti bærinn fasteignir til baka af Eignarhaldsfélaginu Fasteign fyrir um 1.800 milljónir. Tekið er tillit til þess við útreikninginn með því að draga frá sjóðnum bókfærða leiguskuld. Á árunum 2006 til 2009 voru ekki tilgreindar sérstaklega leiguskuldir í ársreikningi og því var leiguskuldinni árið 2010 bætt við þessi ár.

 

Facebook
X
LinkedIn
Pinterest
Reddit
Email
Print
Skoða blaðið á netinu
EF Forsida 11 Tbl 2025
11. tbl. 2025

NÝBURAR

Aaro Orrason Vähätalo
30. ágúst 2025
Drengur
Turku Finnland
Laura Vähätalo og Orri Arnórsson

NÝBURAR

76e2af77 02d9 48eb B73a 24c32e2403ac
4. janúar 2025
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík.
Katrín Rós Óðinsdóttir og Sæþór Örn Garðarsson.

NÝBURAR

Drengur
3. desember 2024
Drengur
Kaupmannahöfn
Selma Jónsdóttir og Matthías Óskarsson

NÝBURAR

Drengursnorrason
23. október 2024
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík.
Svanhildur Eiríksdóttir og Sindri Sigfússon

NÝBURAR

Lovisu
8. október 2024
Stúlka
Landspítalinn, Reykjavík.
Lovísa Jóhannsdóttir og Jökull Andri Sigurðsson

NÝBURAR

462560821 8781643355208571 772013136079801246 N
17. október 2024
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík.
Aníta Björk Friðriksdóttir og Sigurbjörn Þórður Árnason.

NÝBURAR

Tandri
13. september 2024
Drengur
Hsu, Vestmannaeyjum.
Dagur Arnarsson og Svava Tara Ólafsdóttir.

NÝBURAR

Bfec0ecf E4f8 466a 89f9 94c607ba1ec5
24. ágúst 2024
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík.
Óskar Elías Zoega Óskarsson og Díana Ólafsdóttir

NÝBURAR

Natan Orn
14. ágúst 2024
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík.
Þórey Lúðvíksdóttir og Elías Skæringur Guðmundsson

NÝBURAR

F4c5612c Ae8a 4d77 B83d C5f14f2007fe
26. september 2024
Stúlka
Landspítalinn, Reykjavík.
Þorgeir Þór Friðgeirsdóttir og Elín Inga Halldórsdóttir

NÝBURAR

Moller
20. september 2024
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík
William Thomas Möller og Jenný Guðnadóttir.

NÝBURAR

E50c5f3f Ddd5 4ee2 8685 Dad7e0e417ad
2. ágúst 2024
Stúlka
Fæðingadeild HVE, Akranes
Sigurdís Egilsdóttir og Gunnlaugur Örn Guðjónsson

NÝBURAR

Drengur Hristov
2. ágúst 2024
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík
Todor Hristov og Marta Möller

NÝBURAR

Nýburi
30. júlí 2024
Stúlka
Heimahúsi á Dalvík
Alexandra Ósk Gunnarsdóttir og Brynjar Ingi Óðinsson

NÝBURAR

Nýfædd stúlka.
4. júlí 2024
Stúlka
Landspítalinn, Reykjavík
Theodóra Ágústsdóttir & Carlos Guani

NÝBURAR

IMG 3174
15. júlí 2024
Drengur
Balingen, Þýskalandi
Sandra Erlingsdóttir og Daníel Þór Ingason

NÝBURAR

tryggvason
30. júní 2024
Drengur
Reykjavík
Tryggvi Stein Ágústsson og Guðný Erla Guðnadóttir

NÝBURAR

nyburar
4. júlí 2024
Drengur
Reykjavík
María Rós Sigurbjörnsdóttir og Bjarni Heimir Kristinsson

NÝBURAR

jon
20. júní 2024
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík
Logi Snædal Jónsson og Svala Björk Hólmgeirsdóttir

NÝBURAR

Admin Ajax
10. júlí 2024
Stúlka
Landspítalinn, Reykjavík
Unnur Birna Hallgrímsdóttir og Guðmundur Sundström
Mest lesið
Fylgstu með

Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst

Eyjafréttir
Friðhelgisyfirlýsing

Þessi vefsíða notar fótspor til að við getum veitt þér bestu notendaupplifun. Upplýsingar um fótspor eru geymdar í vafranum þínum og framkvæma aðgerðir eins og að þekkja þig þegar þú kemur aftur á vefsíðu okkar og hjálpa teymi okkar að skilja hvaða hluta vefsíðunnar þér finnst áhugaverðast og gagnlegast.