ÍBV sigraði Val
Ljósmynd/Sigfús Gunnar Guðmundsson

ÍBV og Valur mættust í lokaleik tólftu umferðar Olísdeildar karla í dag. Eyjamenn byrjuðu leikinn betur og Valsmenn voru að elta allan fyrri hálfleikinn. Staðan í leikhléi var 18-17.

ÍBV jók forskot sitt í síðari hálfleik og fór svo þegar yfir lauk að Eyjaliðið hafði skorað 34 mörk gegn 28 mörkum gestanna. Hjá Val var Úlfar Páll Monsi Þórðarson í sérflokki. Hann skoraði 16 mörk. Markahæstir hjá ÍBV voru þeir Gauti Gunn­ars­son sem gerði 8 mörk og Daniel Esteves Vieira skoraði 7 mörk. Pet­ar Jokanovic varði 10 skot í marki ÍBV.

ÍBV situr áfram í sjötta sæti deildarinnar, nú með 13 stig. Valsmenn eru í þriðja sæti með 16 stig. Næsti leikur ÍBV er gegn Stjörnunni á útivelli nk. fimmtudag.

Nýjustu fréttir

Heilsurækt við Íþróttamiðstöðina boðin út á ný eftir kærumál
Góður mánudagur sem varð enn betri!
Fimm skip til loðnuleitar
Löndun Breka VE í Grundarfirði – flókið verkefni og fumlaus vinnubrögð
Gong slökun, endurstilling í hraða nútímans
Bæjarráð gagnrýnir samgönguáætlun
Elliði með fimm mörk í stórsigri Íslands
Herjólfur í Þorlákshöfn í dag og á morgun
Eyjafréttir
Friðhelgisyfirlýsing

Þessi vefsíða notar fótspor til að við getum veitt þér bestu notendaupplifun. Upplýsingar um fótspor eru geymdar í vafranum þínum og framkvæma aðgerðir eins og að þekkja þig þegar þú kemur aftur á vefsíðu okkar og hjálpa teymi okkar að skilja hvaða hluta vefsíðunnar þér finnst áhugaverðast og gagnlegast.