Ísfisktogararnir í Síldarvinnslusamstæðunni hafa bæði verið að veiðum fyrir austan og vestan landið að undanförnu. Jóhanna Gísladóttir GK landaði á Djúpavogi á sunnudag og er að landa í Grindavík í dag. Vestmannaey VE landaði í Grundarfirði á mánudag og var síðan að landa í Hafnarfirði í gær. Þá landaði Bergey VE í Neskaupstað í fyrradag. Heimasíða Síldarvinnslunnar ræddi við skipstjórana og fékk fréttir af aflabrögðum.
Einar Ólafur Ágústsson á Jóhönnu Gísladóttur sagði að aflinn í fyrri túrnum hefði verið um 65 tonn, langmest þorskur og dálítið af ýsu með. „Við vorum að veiðum í eina þrjá sólarhringa á Glettingi og á Digranesflaki. Veiðin var heldur dræm. Það var farið út strax að löndun lokinni og þá var veitt við Hvalbakinn og á Gerpisflakinu. Það gekk þokkalega og við komum til Grindavíkur í morgun nánast með fullt skip. Aflinn var mest þorskur en um 30% er ýsa. Það verður farið út aftur síðdegis í dag og þá kemur jafnvel til greina að fara í karfa, en við sjáum til,” sagði Einar Ólafur.
Egill Guðni Guðnason á Vestmannaey sagði að fyrri túr þeirra hefði gengið glimrandi vel. „Í fyrri túrnum vorum við að veiðum í Víkurálnum og fengum þar fullfermi af gullkarfa. Við enduðum að vísu túrinn á Flákanum á Breiðafirði og fengum þar dálítið af þorski og ýsu. Það er langt að fara frá Eyjum í Víkurálinn. Við vorum í 28 tíma á leiðinni. Í Víkurálnum er óþverrabotn og það var dálítið rifið. Við fórum út strax að lokinni löndun í Grundarfirði og þá var farið beint í Víkurálinn á ný þar sem skipið var fyllt af gullkarfa í blíðuveðri. Að því loknu var haldið til löndunar í Hafnarfirði. Að löndun lokinni verður siglt til Eyja og síðan stendur til að veiða fyrir sunnan land,” sagði Egill Guðni.
Jón Valgeirsson á Bergey sagði að aflinn hjá þeim hefði verið blandaður. „Lögð var áhersla á að blanda aflann og þetta var ýsa, þorskur og ufsi hjá okkur. Reyndar var reynt við ýsu allan tímann en hún er býsna erfið. Líkur eru á að ýsan haldi sig innar, jafnvel inni á fjörðum. Við byrjuðum á Breiðamerkurdýpinu þar sem fékkst aðeins af ufsa, síðan var haldið á Lónsbugtina þar sem vart varð við ýsu en lengst vorum við á Hvalbaknum í ýsureitingi og þorski. Undir lokin var haldið á Glettinganesflakið en þar var býsna tregt. Aflinn í túrnum var um 70 tonn þannig að við náðum ekki alveg að fylla,” sagði Jón.





















Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst
Ekki liggja fyrir nýjar mælingar
Hvað er sjóveiki?
Sjóveiki er misræmi milli skynfæra líkamans sem senda boð til heilans um hreyfingu – kyrrstöðu.
Þegar einstaklingur er úti á sjó þá nema skynjarar í vökvafylltum gangi í innra eyra hreyfingu og senda boð til heilans að einstaklingur sé á hreyfingu. Augun senda hins vegar boð til heilans um að viðkomandi sé kyrr. Heilinn á erfitt með að vinna úr þessum misvísandi og ósamræmdu upplýsingum og sendir skilaboð til magans um að tæma sig – þ.e. veldur uppköstum.
Einkenni sjóveiki eru þreyta, ógleði, svimi, svitakóf og uppköst.
Góð ráð til að hindra sjóveiki:
Lyf við sjóveiki þ.e. lyf sem slá á einkennin og fást án lyfseðils í apóteki.
Önnur ráð:
Hvar í skipinu er best að vera o.fl.
Þungun:
Þungaðar konur sem þjást af sjóveiki mega nota koffinátín í litlum skömmtum en best er að ráðfæra sig við lækni eða lyfjafræðing.
Þunguðum konum er ekki ráðlagt að nota engifer þar sem það er ekki staðfest hvort það geti haft skaðleg áhrif á fóstur.