Jólakaffi og heiðranir
IMG 6918
Sigurgeir Brynjar Kristgeirsson, Orlando Soares, Gísli Erlingsson, Ester Ólafsdóttir, Robert Szczepan Daszkiewic og Lilja Björg Arngrímsdóttir. Ljósmynd/vsv.is

Á fimmtudaginn sl. var hið árlega jólakaffi Vinnslustöðvarinnar haldið í Höllinni. Þar er starfsmönnum og fjölskyldum boðið til kaffisamsætis. Jólasveinarnir kíkja ávallt í heimsókn og gleðja börnin með nærveru sinni og gjöfum. Um áratuga hefð er að ræða sem er bæði skemmtileg og notaleg. Við sama tækifæri eru starfsmenn sem standa á tímamótum heiðraðir.

Þeir sem mættu og voru heiðraðir voru:

  • Ester Ólafsdóttir – starfslok vegna aldurs í Leo Seafood. 68 ára fiskvinnslukona í Leo Seafood frá því að fyrirtækið var stofnað.
  • Gísli Erlings – starfslok vegna aldurs í Hafnareyri. 71 árs smiður sem hefur starfað í 4,5 ár í Hafnareyri.
  • Orlando Soares – starfslok vegna aldurs í Fiskvinnslu VSV. 71 árs fiskvinnslumaður í VSV í rúm 6 ár. Kemur frá Portúgal og mætir manni alltaf með hlýju brosi og jákvæðni og er alls ekki tilbúinn að hætta að vinna.
  • Robert Szczepan Daszkiewic – 60 ára á árinu. Fiskvinnslumaður í VSV í tæp 11 ár. Kemur frá Póllandi og er lykilstarfsmaður á uppsjávarvertíðum í fiskvinnslunni.

Til stóð að heiðra fleiri vegna starfsloka og stórafmæla ef þeir hefðu átt tök á að mæta. Þar á meðal voru sjómenn sem áttu ekki heimangengt vegna vinnu sinnar.

„Við viljum þakka Kvenfélaginu Líkn fyrir veitingarnar og Hallarfólki fyrir að taka á móti okkur með jólalegri Höll. Jólasveinarnir voru það góðir að þeir verða sennilega að gera sér ferð af fjöllum á þennan árlega viðburð hér eftir.” segir Lilja Björg Arngrímsdóttir, yfirmaður starfsmannamála hjá VSV í samtali við vefsíðu Vinnslustöðvarinnar.

Myndasyrpu frá samverunni má sjá hér.

Nýjustu fréttir

Góður mánudagur sem varð enn betri!
Fimm skip til loðnuleitar
Löndun Breka VE í Grundarfirði – flókið verkefni og fumlaus vinnubrögð
Gong slökun, endurstilling í hraða nútímans
Bæjarráð gagnrýnir samgönguáætlun
Elliði með fimm mörk í stórsigri Íslands
Herjólfur í Þorlákshöfn í dag og á morgun
Orkumálin til skoðunar hjá ráðherra
Eyjafréttir
Friðhelgisyfirlýsing

Þessi vefsíða notar fótspor til að við getum veitt þér bestu notendaupplifun. Upplýsingar um fótspor eru geymdar í vafranum þínum og framkvæma aðgerðir eins og að þekkja þig þegar þú kemur aftur á vefsíðu okkar og hjálpa teymi okkar að skilja hvaða hluta vefsíðunnar þér finnst áhugaverðast og gagnlegast.