„Við komum hingað í síldina á Héraðsflóa í gær en köstuðum ekki fyrr en í morgun. Byrjuðum á því að gera veiðarfæri klár og bíða af okkur brælu. Eitthvað fór að skrapast inn hjá okkur í morgun og meira gerist í dag.
Síldin er mjög stór og falleg. Þetta er aðallega norsk-íslensk síld en Íslandssíld blandast með, kannski 10-15% af því sem upp kemur,“ sagði Jón Atli Gunnarsson, skipstjóri á Kap VE, núna fyrir hádegið (föstudaginn 17. september).
Áhafnir á Kap og Ísleifi VE hjálpast að við að veiða í fyrrnefnda skipið og gert ráð fyrir að það leggi af stað heim til Eyja í kvöld.
Lokið var við að landa úr Hugin VE í gær og skipið lagði úr höfn áleiðis austur í síldina eftir veiðarfæraskipti.
Hér heima er allt að verða klárt í uppsjávarvinnslunni til að taka við fyrsta síldarfarminum sem eitthvað kveður að, segir Sindri Viðarsson, sviðsstjóri uppsjávarsviðs Vinnslustöðvarinnar:
„Við renndum fyrsta prufuskammti af síld gegnum vélarnar til að búa okkur undir stóra slaginn. Vertíðin leggst vel í mannskapinn.
Veiðarnar gengu ótrúlega vel í fyrra. Fyrstu síldinni var landað um miðjan september og við kláruðum á fyrstu dögum októbermánaðar. Einungis tveggja vikna vertíð þá en ég geri ráð fyrir að í ár verðum við í síldinni langleiðina fram á jólaföstu.“
Vinnslustöðin hefur heimild til að veiða um 12.000 tonn af norsk-íslenskri síld og 8.000-9.000 tonn af Íslandssíld.
Myndir tengdar lokum síldarvertíðar 2020:.
Ísleifur VE á leið til hafnar og Kap VE í höfn til löndunar. Myndir: Sverrir Haraldsson.























Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst
Ekki liggja fyrir nýjar mælingar
Hvað er sjóveiki?
Sjóveiki er misræmi milli skynfæra líkamans sem senda boð til heilans um hreyfingu – kyrrstöðu.
Þegar einstaklingur er úti á sjó þá nema skynjarar í vökvafylltum gangi í innra eyra hreyfingu og senda boð til heilans að einstaklingur sé á hreyfingu. Augun senda hins vegar boð til heilans um að viðkomandi sé kyrr. Heilinn á erfitt með að vinna úr þessum misvísandi og ósamræmdu upplýsingum og sendir skilaboð til magans um að tæma sig – þ.e. veldur uppköstum.
Einkenni sjóveiki eru þreyta, ógleði, svimi, svitakóf og uppköst.
Góð ráð til að hindra sjóveiki:
Lyf við sjóveiki þ.e. lyf sem slá á einkennin og fást án lyfseðils í apóteki.
Önnur ráð:
Hvar í skipinu er best að vera o.fl.
Þungun:
Þungaðar konur sem þjást af sjóveiki mega nota koffinátín í litlum skömmtum en best er að ráðfæra sig við lækni eða lyfjafræðing.
Þunguðum konum er ekki ráðlagt að nota engifer þar sem það er ekki staðfest hvort það geti haft skaðleg áhrif á fóstur.