Karlalið ÍBV tapaði fyrir Aftureldingu
23. júní, 2025
Ljósmynd/Sigfús Gunnar Guðmundsson.

ÍBV og Afturelding mættust í nýliðaslag í 12. umferð Bestu deildar karla í kvöld. Fyrir leikinn voru liðin jöfn með 14. stig í 8. og 9. sæti deildarinnar.

Það voru Eyjamenn sem voru með yfirhöndina í fyrri hálfleik og komust á bragðið strax á 12. mínútu þegar Hermann Þór Ragnarsson slapp einn í gegn. Hann átti skot sem fór í stöngina en Vicente Valor var fyrstur á boltann og skoraði af öryggi í opið markið. Eyjamenn hefðu hæglega getað bætt við fleiri mörkum í fyrri hálfleik en leikar stóðu 1-0 í hálfleik.

Afturelding mættu mun ákveðnari til leiks í síðari hálfleik og uppskáru með frábæru marki á 53. mínútu leiksins þegar varamaðurinn Aron Jóhannsson átti frábæra fyrirgjöf á Benjamin Stokke sem stökk manna hæst og stangaði boltann í netið. Tveimur mínútum síðar var það svo Aron Jóhannsson sem innsiglaði sigurinn fyrir Aftureldingu eftir sendingu frá Sævari Atla Hugasyni með góðu skoti.  Fleiri mörk urðu ekki skoruð og fyrsti útisigur Aftureldingar staðreynd. 

Eftir leikinn er ÍBV í 9. sæti með 14 stig á meðan Afturelding fer upp í 6. sætið með 17. Stig.

Næsti leikur liðsins er gegn fram sunnudaginn 29. júní. Leikurinn fer fram á Lambhagavellinum kl. 17:00. 

 

Facebook
X
LinkedIn
Pinterest
Reddit
Email
Print
Skoða blaðið á netinu
6. tbl. 2025
6. tbl. 2025

NÝBURAR

76e2af77 02d9 48eb B73a 24c32e2403ac
4. janúar 2025
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík.
Katrín Rós Óðinsdóttir og Sæþór Örn Garðarsson.
Mest lesið
Fylgstu með

Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst

Eyjafréttir
Friðhelgisyfirlýsing

Þessi vefsíða notar fótspor til að við getum veitt þér bestu notendaupplifun. Upplýsingar um fótspor eru geymdar í vafranum þínum og framkvæma aðgerðir eins og að þekkja þig þegar þú kemur aftur á vefsíðu okkar og hjálpa teymi okkar að skilja hvaða hluta vefsíðunnar þér finnst áhugaverðast og gagnlegast.