Fjölmennt var þegar aðstaðan, Karlar í skúrum var opnuð formlega við hátíðlega athöfn á Hraunbúðum í dag. Tilgangurinn er að auka lífsgæði karla í gegnum handverk, tómstundir og samveru. Handverk auðveldi körlum að tengjast og spjalla í glæsilegri aðstöðu í kjallara Hraunbúða, búin fullkomnum tækjabúnaði fyrir allt handverk.
Lionsklúbbur Vestmannaeyja hefur farið fyrir verkefninu og er fyrirmyndin m.a. sótt til Hafnarfjarðar og Mosfellsbæjar. Ingimar Georgsson, lionsmaður ávarpaði gesti og lýsti verkefninu. Þakkaði hann öllum sem komu að verkinu og velvilja bæjarstjórnar sem strax stökk á vagninn og útvegaði húsnæðið.
Íris bæjarstjóri þakkaði Lionsklúbbnum fyrir framtakið og óskaði körlum á öllum aldri með aðstöðuna. Gestir frá Hafnarfirði og Mosfellsbæ mætu og kynntu starfsemina í sínum klúbbum.
Á eftir var boðið upp á veitingar og gafst gestum kostur á skoða aðstöðuna.
Myndir Óskar Pétur.





















Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst
Ekki liggja fyrir nýjar mælingar
Hvað er sjóveiki?
Sjóveiki er misræmi milli skynfæra líkamans sem senda boð til heilans um hreyfingu – kyrrstöðu.
Þegar einstaklingur er úti á sjó þá nema skynjarar í vökvafylltum gangi í innra eyra hreyfingu og senda boð til heilans að einstaklingur sé á hreyfingu. Augun senda hins vegar boð til heilans um að viðkomandi sé kyrr. Heilinn á erfitt með að vinna úr þessum misvísandi og ósamræmdu upplýsingum og sendir skilaboð til magans um að tæma sig – þ.e. veldur uppköstum.
Einkenni sjóveiki eru þreyta, ógleði, svimi, svitakóf og uppköst.
Góð ráð til að hindra sjóveiki:
Lyf við sjóveiki þ.e. lyf sem slá á einkennin og fást án lyfseðils í apóteki.
Önnur ráð:
Hvar í skipinu er best að vera o.fl.
Þungun:
Þungaðar konur sem þjást af sjóveiki mega nota koffinátín í litlum skömmtum en best er að ráðfæra sig við lækni eða lyfjafræðing.
Þunguðum konum er ekki ráðlagt að nota engifer þar sem það er ekki staðfest hvort það geti haft skaðleg áhrif á fóstur.