KFS hélt lokahóf sitt að loknu tímabili þar sem veitt voru hefðbundin verðlaun fyrir frammistöðu leikmanna á árinu.
Verðlaunahafar ársins voru:
Leikmaður ársins: Alexander Örn Friðriksson.
Mestu framfarir: Heiðmar Þór Magnússon.
Efnilegastur leikmaður: Sigurður Valur Sigursveinsson.
Markahæstu leikmenn: Junior Niwamania og Daníel Már Sigmarsson – 8 mörk hvor.
Auk þess hlaut Jóhann Norðfjörð viðurkenningu fyrir að hafa leikið 100 leiki með KFS. Þá var Óðni Sæbjörnssyni, þjálfara jafnframt þakkað fyrir hans óeigingjarna og öfluga starf fyrir félagið undanfarin ár. Nú hefst undirbúningur fyrir næsta tímabil, þar sem KFS mun áfram leggja áherslu á gott samstarf við ÍBV og að efla unga leikmenn í fótbolta, segir í tilkynningu frá félaginu.
Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst