Klæðning Eldheima er á köflum verulega illa farin og hafa nú verið hafnar aðgerðir til að fjarlægja þá hluta sem verst standa. Frá þessu er greint á vef Vestmannaeyjabæjar.
Byggingu Eldheima lauk árið 2014 og var húsið lokaverkefni arkitektsins Margrétar Kristínar Gunnarsdóttur í arkitektanámi hennar í Árósum. Ytra byrði byggingarinnar var klætt með Corten-stáli, sérblönduðu stáli sem myndar yfirborðspatínu (ryðhúð) sem á að verja efnið gegn frekari tæringu.
Við hönnun var þó bent á að Corten-stál gæti reynst viðkvæmt í saltbornu sjávarlofti, líkt og því sem ríkir á Vestmannaeyjum. Saltrok og ágjöf í hvössu veðri geta haft bein áhrif á endingu efnisins.
Beint útsett fyrir sjávarseltu og ágjöf: 5–15 ár
Skjólgott, vel loftræst og hreinsað með regnvatni: 15–30 ár
Inn í landi með lítið saltmagn í lofti: 30+ ár
Klæðningin er verst farin á norður- og vesturhliðum hússins, þar sem álagið er mest. Skemmdir hlutar hafa verið fjarlægðir og krossviður settur upp til bráðabirgða yfir veturinn. Í framhaldinu verður unnið að varanlegum úrbótum, sem ætlað er að tryggja öryggi og ásýnd byggingarinnar til framtíðar.





















Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst