Klæðning Eldheima er á köflum verulega illa farin og hafa nú verið hafnar aðgerðir til að fjarlægja þá hluta sem verst standa. Frá þessu er greint á vef Vestmannaeyjabæjar.
Byggingu Eldheima lauk árið 2014 og var húsið lokaverkefni arkitektsins Margrétar Kristínar Gunnarsdóttur í arkitektanámi hennar í Árósum. Ytra byrði byggingarinnar var klætt með Corten-stáli, sérblönduðu stáli sem myndar yfirborðspatínu (ryðhúð) sem á að verja efnið gegn frekari tæringu.
Við hönnun var þó bent á að Corten-stál gæti reynst viðkvæmt í saltbornu sjávarlofti, líkt og því sem ríkir á Vestmannaeyjum. Saltrok og ágjöf í hvössu veðri geta haft bein áhrif á endingu efnisins.
Beint útsett fyrir sjávarseltu og ágjöf: 5–15 ár
Skjólgott, vel loftræst og hreinsað með regnvatni: 15–30 ár
Inn í landi með lítið saltmagn í lofti: 30+ ár
Klæðningin er verst farin á norður- og vesturhliðum hússins, þar sem álagið er mest. Skemmdir hlutar hafa verið fjarlægðir og krossviður settur upp til bráðabirgða yfir veturinn. Í framhaldinu verður unnið að varanlegum úrbótum, sem ætlað er að tryggja öryggi og ásýnd byggingarinnar til framtíðar.






















Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst
Ekki liggja fyrir nýjar mælingar
Hvað er sjóveiki?
Sjóveiki er misræmi milli skynfæra líkamans sem senda boð til heilans um hreyfingu – kyrrstöðu.
Þegar einstaklingur er úti á sjó þá nema skynjarar í vökvafylltum gangi í innra eyra hreyfingu og senda boð til heilans að einstaklingur sé á hreyfingu. Augun senda hins vegar boð til heilans um að viðkomandi sé kyrr. Heilinn á erfitt með að vinna úr þessum misvísandi og ósamræmdu upplýsingum og sendir skilaboð til magans um að tæma sig – þ.e. veldur uppköstum.
Einkenni sjóveiki eru þreyta, ógleði, svimi, svitakóf og uppköst.
Góð ráð til að hindra sjóveiki:
Lyf við sjóveiki þ.e. lyf sem slá á einkennin og fást án lyfseðils í apóteki.
Önnur ráð:
Hvar í skipinu er best að vera o.fl.
Þungun:
Þungaðar konur sem þjást af sjóveiki mega nota koffinátín í litlum skömmtum en best er að ráðfæra sig við lækni eða lyfjafræðing.
Þunguðum konum er ekki ráðlagt að nota engifer þar sem það er ekki staðfest hvort það geti haft skaðleg áhrif á fóstur.