Konunglegt teboð í Sagnheimum - myndir og myndband
Guðný Ósk Laxdal og Þóra Gísladóttir. Eyjafréttir/Eyjar.net: ÓPF

Konunglegt teboð var haldið í Sagnheimum á sunnudaginn síðastliðinn sem hluti af fjölbreyttri dagskrá Safnahelgarinnar. Gestir nutu bæði góðrar stemningar og fróðleiks þegar rætt var um líf og störf dönsku konungsfjölskyldunnar.

Guðný Ósk Laxdal hélt þar áhugavert erindi um dönsku konungsfjölskylduna. Guðný Ósk heldur úti vinsæla Instagram reikningnum Royal Icelander, þar sem hún deilir fréttum, myndum og fróðleik úr heimi konungsfólks víðs vegar að úr heiminum.

Viðburðurinn vakti mikla ánægju meðal gesta og setti glæsilegan konunglegan svip á Safnahelgina þetta árið. Halldór B. Halldórsson tók upp myndband frá dagskránni sem má sjá hér að neðan. Einnig má sjá myndasyrpu Óskars Péturs Friðrikssonar frá teboðinu hér að neðan.

Play Video

Nýjustu fréttir

Elliði með fimm mörk í stórsigri Íslands
Herjólfur í Þorlákshöfn í dag og á morgun
Orkumálin til skoðunar hjá ráðherra
Dagvistunarmál til umræðu á fundi fræðsluráðs
Veit Inga hvað hún syngur?
Norðurinngangur við sjúkrahúsið opinn á ný
Viðhorf til bæjarstjóra í brennidepli í nýrri könnun
Vinnustofur í stað líkamsræktar?
Eyjafréttir
Friðhelgisyfirlýsing

Þessi vefsíða notar fótspor til að við getum veitt þér bestu notendaupplifun. Upplýsingar um fótspor eru geymdar í vafranum þínum og framkvæma aðgerðir eins og að þekkja þig þegar þú kemur aftur á vefsíðu okkar og hjálpa teymi okkar að skilja hvaða hluta vefsíðunnar þér finnst áhugaverðast og gagnlegast.