Kurr vegna yfirvofandi gjaldheimtu á sorpi
Sorpa Ruslagamur Tms 20250227 142322
Athafnasvæði Terra í Eyjum. Eyjafréttir/Eyjar.net: TMS

Umræða um sorpmálin og nýkynnta gjaldskrá í málaflokknum er nokkuð hávær í Vestmannaeyjum í dag. Málið hefur verið til meðferðar í stjórnsýslu Vestmannaeyjabæjar undanfarna mánuði og var að lokum samþykkt á fundi bæjarstjórnar í síðustu viku.

Um er að ræða stórt hagsmunamál sem hefur áhrif á hvern einasta íbúa bæjarins, fyrirtæki og bæjarsjóð. Mótbárur minnihlutans á þarsíðasta fundi framkvæmda- og hafnarráðs í kjölfar kynningar á nýrri gjaldskrár varð til þess að mál þetta var tekið til umræðu á síðasta bæjarstjórnarfundi.

„Bæjarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins taka undir bókun fulltrúa flokksins í framkvæmda- og hafnarráði. Upplýsingagjöf vegna sorpútboðsins, framsetning gagna og gjaldskrár er stórlega ábótavant og í raun óásættanleg. Við gerum alvarlegar athugasemdir við það.

Það orkar tvímælis að innheimta gjald fyrir t.d. gler, garðúrgang og textíl sem flokka má sem verðmæt efni til endurvinnslu. Hættan er sú að almenningur muni setja meira í almennt sorp heldur en áður og aukinn kostnaður verði við það. Það mun því vinna gegn upphaflegum tilgangi sorpflokkunar.” sagði í bókun minnihluta bæjarstjórnar.

Sjá einnig: Ekki eining um hækkanir og breytingar á gjaldskrá

Fór fyrst fyrir bæjarráð

Íris Róbertsdóttir, bæjarstjóri tók fram á bæjarstjórnarfundinum að hún vissi lítið um málið og benti í því samhengi á að hún sæti ekki í framkvæmda- og hafnarráði. Hún benti einnig á mikilvægi og ábyrgð ráðsmanna á því að kynna sér gögn við stórar ákvarðanir. Eyjafréttir spurðu Sæunni Magnúsdóttur sem sæti á í framkvæmda- og hafnarráði um málið.

„Í málum sem þessum er farvegurinn alla jafna sá að mál eru tekin fyrir í framkvæmda- og hafnarráði (eða viðkomandi fagráði) og fara síðan fyrir bæjarráð/bæjarstjórn eftir eðli mála.
Í þessu máli fór málið hins vegar fyrst fyrir bæjarráð. Það var þann 24.09.2024 (skv. fundargerð sat bæjarstjóri þann fund) og var framkvæmda- og hafnarráði gefin sú skýring að það væri til þess að flýta fyrir/koma í veg fyrir tafir,“ segir Sæunn.

Bæjarráð samþykkti erindið, líkt og sjá má í afgreiðslu ráðsins hér að neðan.

Sorphirða og förgun – 2024
Farið yfir punkta frá framkvæmdastjóra umhverfis- og framkvæmdasviðs þar sem hann gerir grein fyrir framkvæmd á breyttu fyrirkomulagi sorphirðu sem er langt komin.
Einnig hefur sorphirða og förgun verið boðin út og bárust þrjú tilboð, þ.e. frá Íslenska gámafélaginu, Kubbi og Terra. Mat á tilboðum liggur fyrir frá framkvæmdastjóra umhverfis- og framkvæmdasviðs og leggur hann til að hagstæðasta tilboðinu, sem er frá Terra, verði tekið.

Niðurstaða
Ráðið þakkar yfirferðina og leggur áherslu á að framkvæmdinni við innleiðingu ljúki sem fyrst.
Bæjarráð samþykkir samhljóða að taka tilboði Terra. Framkvæmdastjóra umhverfis- og framkvæmdasviðs er falið að ganga frá samningi við Terra um sorphirðu og förgun.

Framkvæmda- og hafnarráði stillt upp við vegg

Að sögn Sæunnar var framkvæmda- og hafnarráði stillt upp við vegg á fundi sínum þann 2.10.2024  þar sem málið var kynnt, sbr. neðangreinda innbókun og bókun ráðsins. „Enda bæjarráð búið að taka ákvörðun um að taka tilboði Terra,“ segir hún og bendir á afgreiðslu ráðsins:
Sorpútboð 2024

Framkvæmdastjóri fór yfir tilboð vegna sorphirðu og sorpförgunar. Þrjú tilboð bárust og eitt var dæmt ógilt.

Terra – 242.334.492
Íslenska Gámafélagið – 339.556.000

Kostnaðaráætlun – 262.680.500

Bæjarráð hefur fyrir sitt leyti samþykkt tillögu framkvæmdastjóra að taka tilboði Terra. Framkvæmdastjóri leggur einnig til við framkvæmda- og hafnarráð að taka tilboði Terra.

Niðurstaða
Ráðið samþykkir fyrir sitt leyti tilboð Terra og felur framkvæmdastjóra að ganga frá samningi.

Gjaldskráin samþykkt þrátt fyrir mótbárur minnihlutans

Sæunn segir jafnframt að framangreindar ákvarðanir hafi svo leitt til þess að gjaldskrá Vestmannaeyjabæjar breytist töluvert með tilkomu nýrra gjaldflokka og hækkunum. Gjaldskráin var samþykkt þrátt fyrir mótbárur minnihlutans á fundi þann 13.2 sl.
Gjaldskrá fyrir meðhöndlun úrgangs og móttökustöð – 2025
Fyrir liggur tillaga að gjaldskrá frá Terra sem byggir á einingarverðum frá síðasta sorpútboði.
Niðurstaða
Framkvæmda- og hafnarráð samþykkir tillögu Terra að gjaldskrá fyrir móttöku og förgun á úrgangi í móttökustöð með þremur atkvæðum E- og H-lista gegn tveimur atkvæðum D-lista.Meirihluti ráðsins leggur áherslu á góða kynningu til íbúa og fyrirtækja um breytingu á gjöldum varðandi úrgang til losunar á móttökustöð og hefst gjaldtaka 3.mars. Starfsfólki umhverfis- og framkvæmdasviðs er falið að útfæra það.Bókun fulltrúa D-listaFulltrúar Sjálfstæðisflokks geta ekki samþykkt gjaldskrána eins og hún er lögð fram. Við yfirferð komu í ljós miklar hækkanir og breytingar sem ekki hafa verið kynntar, t.a.m. gjald fyrir ólitað timbur sem samþykkt var af ráðinu að yrði gjaldfrjáls við síðustu gjaldskrárbreytingu þrátt fyrir tillögu um annað. Þá hafa fleiri gjaldfrjálsir flokkar verið sundurliðaðir, t.d. endurvinnsluefni, og gjald lagt á flesta nýju liðina, t.d. garðúrgang. Þá er gerð athugasemd við að breytingar sem þessar séu ekki kynntar með skýrum hætti fyrir ráðinu þegar breytt gjaldskrá er kynnt svo glöggt megi sjá þær breytingar sem lagðar eru til.Fulltrúar D lista leggja einnig áherslu á að allir möguleikar til þess að takmarka kostnað við förgun úrgangs sem fellur á íbúa Vestmannaeyjabæjar verði skoðaðir.
Sæunn Magnúsdóttir
Hannes Kristinn Sigurðsson.
Bókun fulltrúa E- og H-listaHækkanir og breytingar á gjaldskrá koma til vegna áður samþykkts tilboðs við Terra.Erlingur Guðbjörnsson
Helga Jóhanna Harðardóttir
Sveinn Rúnar Valgeirsson

Nýjustu fréttir

Glacier Guys með nýtt föstudagslag
„Úttroðinn af loðnu”
Fréttapýramídar afhentir fyrir nýliðið ár
Karlar hvattir til að sýna handverk
Guðbrandur Einarsson segir af sér þingmennsku
Mikill áhugi á Eyjagöngum
Saltfisksala hjá meistaraflokkum ÍBV
ÍBV með mikilvægan sigur á ÍR
Eyjafréttir
Friðhelgisyfirlýsing

Þessi vefsíða notar fótspor til að við getum veitt þér bestu notendaupplifun. Upplýsingar um fótspor eru geymdar í vafranum þínum og framkvæma aðgerðir eins og að þekkja þig þegar þú kemur aftur á vefsíðu okkar og hjálpa teymi okkar að skilja hvaða hluta vefsíðunnar þér finnst áhugaverðast og gagnlegast.