Landeyjahöfn opnar í fyrsta lagi í næstu viku

Staðan er mestu óbreytt, sagði G. Pétur Matthíasson upplýsingafulltrúi hjá Vegagerðinni við Eyjafréttir í dag. „Það hefur heldur bætt í núna samkvæmt mælingunni á laugardag. Það er sem sagt heldur grynnra en var, sérstakelga í hafnarmynninu.“ Veðrið framundan og ölduspáin er ekki hagstæð. „Miðað við spána í dag þá er dýpkunarveður fyrir Dísu hluta dags á þriðjudag og miðvikudag og svo aftur á föstudag og laugardag. Það þarf núna að fjarlægja um 10.000 m3 úr hafnarmynninu. Miðað við stöðuna núna þá gerum við því ekki ráð fyrir að hægt verði að opna höfnina fyrr en í byrjun næstu vikus,“ sagði Pétur.

Dísa getur unnið í ölduhæð um 1,8 m og afkastar um 5.000 m3 á dag við bestu aðstæður.
Gröfupramminn getur unnið í um 1,4 m ölduhæð og afkastar svipað. „Hann verður dregin í höfnina þegar Björgun sér fram á að geta nýtt hann, ölduhæðin er yfir 1,4 m mest alla vikuna,“ sagði Pétur og sagði það mikil vonbrigði að ekki hafi gengið betur að opna höfnina, „ölduhæðin í mars spilar þar stærstan þátt en hún hefur verið okkur afar óhagstæð.“

Nýjustu fréttir

Saltfisksala hjá meistaraflokkum ÍBV
ÍBV með mikilvægan sigur á ÍR
Kveikjum neistann: Jákvæðar vísbendingar
Hvattning til Eyjamanna
Heilsuefling starfsfólks fær aukið vægi
Handhafar Frétta-píramída 1992-95
ÍBV sækir ÍR heim
Siglt til Þorlákshafnar
Eyjafréttir
Friðhelgisyfirlýsing

Þessi vefsíða notar fótspor til að við getum veitt þér bestu notendaupplifun. Upplýsingar um fótspor eru geymdar í vafranum þínum og framkvæma aðgerðir eins og að þekkja þig þegar þú kemur aftur á vefsíðu okkar og hjálpa teymi okkar að skilja hvaða hluta vefsíðunnar þér finnst áhugaverðast og gagnlegast.