Í dag, 1.september eru 4762 íbúar í Vestmannaeyjum. Þetta kemur fram í svari starfsmanns Vestmannaeyjabæjar við fyrirspurn Eyjafrétta um íbúatöluna í Eyjum í dag.
Síðast þegar miðillinn kannaði stöðuna voru íbúar 4765 talsins. Það var í byrjun júlí. Þær tölur voru byggðar á skráningu Þjóðskrár. Það má því segja að íbúafjöldinn hafi staðið í stað í sumar.
Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst