Malbikunarvinnu miðar áfram í Vestmannaeyjum og segir Brynjar Ólafsson, framkvæmdastjóri umhverfis- og framkvæmdasviðs Vestmannaeyjabæjar í samtali við Eyjafréttir að unnið verði að verkinu í dag.
Að sögn Brynjars er áformað að malbika bílastæðið við Heilbrigðisstofnun Vestmannaeyja, Hvítingaveg, portið hjá Vinnslustöðinni og á Kirkjuvegi eftir framkvæmdir HS Veitna. „Þeir stefna á að taka daginn í dag í þetta,“ segir hann.




















Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst