Við áramót lítum við gjarnan um öxl og rifjum upp liðið ár. Líkt og vanalega tökum við saman mest lesnu fréttafærslur ársins hér á Eyjafréttum/Eyjar.net.
Andlátsfregnir skipa efstu tvö sæti listans að þessu sinni. Í þriðja sæti segir frá vinningshafa úr lottóinu. Þar fyrir neðan er óveðursfregn úr Herjólfsdal og í fimmta sætinu er nýleg frétt um að kalla hafi þurft út aðra þyrlu til að flytja sjúkling frá Eyjum.
Topp tíu listann má sjá hér að neðan.
Ritstjórn Eyjafrétta/Eyjar.net þakkar öllum þeim sem lögðu hönd á plóg á árinu. Öllum þeim sem stungu niður penna eða sendu okkur ábendingar. Munið að opin, málefnaleg umræða skapar betra samfélag. Þeir sem hafa hug á að senda inn frétt, greinar eða ábendingar endilega sendið tölvupóst á frettir@eyjafrettir.is.




















Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst
Ekki liggja fyrir nýjar mælingar
Hvað er sjóveiki?
Sjóveiki er misræmi milli skynfæra líkamans sem senda boð til heilans um hreyfingu – kyrrstöðu.
Þegar einstaklingur er úti á sjó þá nema skynjarar í vökvafylltum gangi í innra eyra hreyfingu og senda boð til heilans að einstaklingur sé á hreyfingu. Augun senda hins vegar boð til heilans um að viðkomandi sé kyrr. Heilinn á erfitt með að vinna úr þessum misvísandi og ósamræmdu upplýsingum og sendir skilaboð til magans um að tæma sig – þ.e. veldur uppköstum.
Einkenni sjóveiki eru þreyta, ógleði, svimi, svitakóf og uppköst.
Góð ráð til að hindra sjóveiki:
Lyf við sjóveiki þ.e. lyf sem slá á einkennin og fást án lyfseðils í apóteki.
Önnur ráð:
Hvar í skipinu er best að vera o.fl.
Þungun:
Þungaðar konur sem þjást af sjóveiki mega nota koffinátín í litlum skömmtum en best er að ráðfæra sig við lækni eða lyfjafræðing.
Þunguðum konum er ekki ráðlagt að nota engifer þar sem það er ekki staðfest hvort það geti haft skaðleg áhrif á fóstur.