Enn bætist ofan á meiðslalistann hjá karlaliði ÍBV í handbolta en Jakob Ingi Stefánsson, vinstri hornamaður liðsins staðfesti í samtali við Handkastið að hann væri með slitið krossband og verður hann væntanlega frá næstu mánuðina. Elís Þór Aðalsteinsson er frá næstu vikurnar vegna ristarbrots, Daníel Þór Ingason hefur verið frá vegna meiðsla á öxl og þá hefur markvörðurinn Petar Jokanović verið frá undanfarnar vikur vegna tognunar aftan í læri. Það er ljóst að þetta er mikil blóðtaka fyrir Eyjamenn en að auki mun Kristófer Ísak Bárðarson taka út leikbann þegar Eyjamenn heimsækja ÍR í níundu umferð Olís deildarinnar næstkomandi fimmtudag kl. 18:30.





















Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst