ADHD Eyjar standa fyrir fræðslufundi mánudaginn 13. október klukkan 20:00 í Visku undir yfirskriftinni „Minna tuð – meiri tenging“. Fundurinn er ætlaður aðstandendum barna og unglinga með ADHD, en einnig öllum sem vilja fræðast og skilja betur hvernig hægt er að styðja einstaklinga með röskunina í daglegu lífi.
Fyrirlesari kvöldsins er Jóna Kristín Gunnarsdóttir, verkefnisstjóri fræðslumála hjá ADHD-samtökunum og grunnskólakennari. Hún mun fjalla um hvernig ADHD birtist, hvaða áhrif það hefur á hegðun, samskipti og líðan, og hvernig hægt er að skapa umhverfi sem styður við börn og unglinga með ADHD á jákvæðan og markvissan hátt. Á fundinum verður meðal annars rætt um hvernig ADHD kemur fram í daglegu lífi, leiðir til að styðja við tilfinningastjórnun og sjálfstraust, hvernig hægt er að draga úr krefjandi hegðun og setja skýr mörk, og mikilvægi kerfis og sjónrænna áminninga til að minnka óþarfa tuð. Einnig verður fjallað um hvernig efla má samskipti og traust milli heimilis og skóla.
Aðgangur er ókeypis og kaffi verður á könnunni.
Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst