Myndband dagsins: Uppbygging Laxeyjar í Viðlagafjöru
default
Hluti af athafnasvæði Laxeyjar í Viðlagafjöru. Ljósmynd/Halldór B. Halldórsson

Í dag beinum við sjónum að uppbyggingu Laxeyjar í Viðlagafjöru og birtum hér myndband sem sýnir stöðuna í fjörunni í dag. Myndbandið er unnið af Halldóri B. Halldórssyni, sem hefur fylgt framkvæmdinni eftir og fangað mikilvæg augnablik vinnunnar.

Uppbyggingin hefur vakið mikla athygli í samfélaginu, en í síðustu viku náðist stór áfangi þegar slátrun á laxi fór fram í áframeldisstöð Laxeyjar í fyrsta sinn. Slátrunin tókst vel og var jafnframt fyrsta prófun á nýrri vinnsluaðstöðu fyrirtækisins. Um 98% fisksins fékk Superior-gæðaflokkun.

„Þetta er mikilvægt skref í uppbyggingu okkar,“ sagði Kristmann Kristmannsson, verkefnastjóri vinnslu og innkaupa hjá Laxey, þegar áfanginn var kynntur í síðustu viku.

Laxey stefnir nú inn í stigvaxandi framleiðslu, með áframhaldandi samstarfi við samfélagið í Vestmannaeyjum og með markmið um reglulegar sendingar af ferskum laxi á erlenda markaði, en gert er ráð fyrir að framleiðslan verði um 5.000 tonn strax á næsta ári.

Hér fyrir neðan má sjá myndbandið frá uppbyggingunni í Viðlagafjöru.

Play Video

Nýjustu fréttir

Herjólfur í Þorlákshöfn í dag og á morgun
Orkumálin til skoðunar hjá ráðherra
Dagvistunarmál til umræðu á fundi fræðsluráðs
Veit Inga hvað hún syngur?
Norðurinngangur við sjúkrahúsið opinn á ný
Viðhorf til bæjarstjóra í brennidepli í nýrri könnun
Vinnustofur í stað líkamsræktar?
Glacier Guys með nýtt föstudagslag
Eyjafréttir
Friðhelgisyfirlýsing

Þessi vefsíða notar fótspor til að við getum veitt þér bestu notendaupplifun. Upplýsingar um fótspor eru geymdar í vafranum þínum og framkvæma aðgerðir eins og að þekkja þig þegar þú kemur aftur á vefsíðu okkar og hjálpa teymi okkar að skilja hvaða hluta vefsíðunnar þér finnst áhugaverðast og gagnlegast.