Herjólfur siglir til Landeyjahafnar sjö ferðir á dag samkvæmt hefðbundni áætlun þar til annað verður tilkynnt. Þetta kemur fram í tilkynningu frá skipafélaginu.
Þetta sýna niðurstöður nýjustu dýptarmælingar (sem sjá má á mynd hér fyrir neðan).
Samkvæmt ölduspá er gott færi til dýpkunar um helgina og skv. upplýsingum frá Vegagerðinni verður Álfsnesið mætt á föstudagskvöld í Landeyjahöfn.
Herjólfur siglir til Landeyjahafnar seinnipartinn í dag skv. eftirfarandi áætlun. Brottför frá Vestmannaeyjum kl. 17:00, 19:30, 22:00. Brottför frá Landeyjahöfn kl. 18:15, 20:45, 23:15.
Herjólfur siglir til Landeyjahafnar á morgun og þar til annað verður tilkynnt skv. eftirfarandi áætlun. Brottför frá Vestmannaeyjum kl. 07:00, 09:30, 12:00, 14:30, 17:00, 19:30, 22:00. Brottför frá Landeyjahöfn kl. 08:15, 10:45, 13:15, 15:45, 18:15, 20:45, 23:15
Á þessum árstíma er alltaf hætta á færslu milli hafna og því ekki æskilegt að skilja eftir farartæki í annarri hvorri höfninni.
Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst