Nær öll heimili í Vestmannaeyjum komin með ljósleiðara
Uppsetning nettenginga er nú heimilum að kostnaðarlausu og innifalin við pöntun
17. október, 2025
Héðinn Þorsteinsson vörustjóri ljósleiðara Mílu, Jóna Sigríður Guðmundsdóttir sveitastjórn Vestmannaeyjabæjar, Erik Figueras Torras forstjóri Mílu, Íris Róbertsdóttir bæjarstjóri Vestmannaeyjabæjar, Njáll Ragnarson stjórnarformaður Eyglóar og sveitastjórn Vestmannaeyjabær, Bylgja Ýr Tryggvadóttir sölustjóri Mílu og Eyþór Harðarson sveitastjórn Vestmannaeyjarbæjar. Eyjafréttir/Eyjar.net: ÓPF

Míla gekk nýverið frá kaupum á fjarskiptainnviðum Eyglóar í Vestmannaeyjum. Kaupin fela í sér sameiningu ljósleiðarakerfa Mílu og Eyglóar á svæðinu. 

Uppsetning heimila nú innifalin 

„Auk þess að þjóna öllum fjarskiptafyrirtækjum til jafns bjóðum við upp á innifalda uppsetningu við tengingu, svo nær öll heimili ættu nú að geta haft greiðan aðgang að hröðum, öruggum og áreiðanlegum fjarskiptum,“ segir Erik Figueras Torres, forstjóri Mílu. Hann segir fyrirtækið nú hafa lokið við að ljósleiðaravæða þá hluta Vestmannaeyja sem áður voru ótengdir kerfi Eyglóar og er ljósleiðarauppbyggingu á svæðinu því að mestu lokið.  

Sameining kerfanna skapar opið og heildstætt ljósleiðarakerfi, sem eykur skilvirkni í rekstri, bætir þjónustu og tryggir jafnan aðgang fyrir alla þjónustuveitendur. „Við erum stolt af því að sameina þessi tvö kerfi og skapa þannig áreiðanlegt og opið ljósleiðaranet fyrir Vestmannaeyjar,“ segir Erik . 

Mikilvæg grunnstoð í rekstri Laxeyjar  

Sameinað net undir rekstri Mílu einfaldar ferla, eykur stöðugleika og framtíðarþol innviðanna. Það þjónar jafnt heimilum, fyrirtækjum og opinberum aðilum og býr betur í haginn fyrir aukna gagnaflutninga og nýja stafræna þjónustu. „Fyrir okkur hjá Laxey þurfa stafrænir innviðir að vera sérlega traustir, stöðugir og færir um takast á við þá flóknu ferla sem sem skila okkur hágæða matvöru á markaði“ segir Óskar Jósúason, samskiptastjóri Laxey í Vestmannaeyjum. 

Fjármagn losað til samfélagsverkefna 

Íris Róbertsdóttir, bæjarstjóri Vestmannaeyja er ánægð með söluna: ,,Með henni drögum við úr þörf sveitarfélagsins fyrir frekari fjárfestingar í fjarskiptainnviðum en eins og við þekkjum öll þróast tæknin ört. Á sama tíma losum við fjármagn til annarra mikilvægra samfélagsverkefna – svo sem fjárfestinga sem bæta grunnþjónustu við íbúa og eiga betur heima í verkahring sveitarfélagsins en rekstur fjarskiptainnviða”. 

Facebook
X
LinkedIn
Pinterest
Reddit
Email
Print
Skoða blaðið á netinu
Forsida EF 9 Tbl 2025
9. tbl. 2025

NÝBURAR

76e2af77 02d9 48eb B73a 24c32e2403ac
4. janúar 2025
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík.
Katrín Rós Óðinsdóttir og Sæþór Örn Garðarsson.

NÝBURAR

Drengur
3. desember 2024
Drengur
Kaupmannahöfn
Selma Jónsdóttir og Matthías Óskarsson

NÝBURAR

Drengursnorrason
23. október 2024
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík.
Svanhildur Eiríksdóttir og Sindri Sigfússon

NÝBURAR

Lovisu
8. október 2024
Stúlka
Landspítalinn, Reykjavík.
Lovísa Jóhannsdóttir og Jökull Andri Sigurðsson

NÝBURAR

462560821 8781643355208571 772013136079801246 N
17. október 2024
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík.
Aníta Björk Friðriksdóttir og Sigurbjörn Þórður Árnason.

NÝBURAR

Tandri
13. september 2024
Drengur
Hsu, Vestmannaeyjum.
Dagur Arnarsson og Svava Tara Ólafsdóttir.

NÝBURAR

Bfec0ecf E4f8 466a 89f9 94c607ba1ec5
24. ágúst 2024
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík.
Óskar Elías Zoega Óskarsson og Díana Ólafsdóttir

NÝBURAR

Natan Orn
14. ágúst 2024
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík.
Þórey Lúðvíksdóttir og Elías Skæringur Guðmundsson

NÝBURAR

F4c5612c Ae8a 4d77 B83d C5f14f2007fe
26. september 2024
Stúlka
Landspítalinn, Reykjavík.
Þorgeir Þór Friðgeirsdóttir og Elín Inga Halldórsdóttir

NÝBURAR

Moller
20. september 2024
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík
William Thomas Möller og Jenný Guðnadóttir.

NÝBURAR

E50c5f3f Ddd5 4ee2 8685 Dad7e0e417ad
2. ágúst 2024
Stúlka
Fæðingadeild HVE, Akranes
Sigurdís Egilsdóttir og Gunnlaugur Örn Guðjónsson

NÝBURAR

Drengur Hristov
2. ágúst 2024
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík
Todor Hristov og Marta Möller

NÝBURAR

Nýburi
30. júlí 2024
Stúlka
Heimahúsi á Dalvík
Alexandra Ósk Gunnarsdóttir og Brynjar Ingi Óðinsson

NÝBURAR

Nýfædd stúlka.
4. júlí 2024
Stúlka
Landspítalinn, Reykjavík
Theodóra Ágústsdóttir & Carlos Guani

NÝBURAR

IMG 3174
15. júlí 2024
Drengur
Balingen, Þýskalandi
Sandra Erlingsdóttir og Daníel Þór Ingason

NÝBURAR

tryggvason
30. júní 2024
Drengur
Reykjavík
Tryggvi Stein Ágústsson og Guðný Erla Guðnadóttir

NÝBURAR

nyburar
4. júlí 2024
Drengur
Reykjavík
María Rós Sigurbjörnsdóttir og Bjarni Heimir Kristinsson

NÝBURAR

jon
20. júní 2024
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík
Logi Snædal Jónsson og Svala Björk Hólmgeirsdóttir

NÝBURAR

Admin Ajax
10. júlí 2024
Stúlka
Landspítalinn, Reykjavík
Unnur Birna Hallgrímsdóttir og Guðmundur Sundström

NÝBURAR

IMG 2282 940x940
29. júní 2024
Stúlka
Landspítalinn, Reykjavík
Petrúnella Aðalheiður Kristjánsdóttir og Felix Örn Friðriksson
Mest lesið
viðburðir
Guðrún Hafsteinsdóttir
18. október 2025
12:00
Guðrún Hafsteinsdóttir á súpufundi í Ásgarði
Fylgstu með

Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst

Eyjafréttir
Friðhelgisyfirlýsing

Þessi vefsíða notar fótspor til að við getum veitt þér bestu notendaupplifun. Upplýsingar um fótspor eru geymdar í vafranum þínum og framkvæma aðgerðir eins og að þekkja þig þegar þú kemur aftur á vefsíðu okkar og hjálpa teymi okkar að skilja hvaða hluta vefsíðunnar þér finnst áhugaverðast og gagnlegast.